Eins og fyrir skíðakappa að komast ekki í Hlíðarfjall Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. október 2019 16:47 Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli. FBL/pjetur sigurðsson Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að farið verði í útboðsferli vegna brúar yfir Eyjafjarðará. Þá hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni. Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli.Héraðsmiðillinn Vikudagur greindi fyrst frá þessu. Nýja brúin er í aðalskipulagi Akureyrarbæjar en áætlaður kostnaður við hana er 150 milljónir króna. Breyta þurfti reiðleiðinni sem liggur frá Akureyri yfir Eyjafjarðará yfir í Eyjafjarðarsveit vegna uppsetningar við aðflugsbúnað við Akureyrarflugvöll. Búið er að loka gömlu brúnni og til stóð að hefja framkvæmdir á haustmánuðum en bæjaryfirvöld ákváðu að fresta þeim, við mikla óánægju hestamanna. Nú hefur aftur á móti verið samþykkt að brúarverkefnið fari í útboð. Björn Jóhann segir að um sé að ræða aðalreiðleið hestamanna sem sé afar þýðingarmikil fyrir hestamenn. „Ef þetta hefði ekki gengið upp væri þetta þvílík aðför að þessari íþróttagrein,“ segir Björn Jóhann. Þetta sé mikilvægt fyrir hestamenn sem nýti sér reiðleiðina allt árið um kring. Í ljósi nýjustu frétta kveðst Björn Jóhann bjartsýnn að brúarverkefnið geti orðið að veruleika, hestamönnum á svæðinu til heilla. Akureyri Hestar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að farið verði í útboðsferli vegna brúar yfir Eyjafjarðará. Þá hefur bæjarráð falið bæjarstjóra að ræða við forsvarsmenn Landsnets, Vegagerðarinnar og Isavia um aðkomu að framkvæmdinni. Björn Jóhann Jónsson, formaður stjórnar Hestamannafélagsins Léttis, fagnar niðurstöðunni og vonast til að framkvæmdir geti hafist sem fyrst, enda sé brúarleysið fyrir hestamenn eins og ef skíðaköppunum norðan heiða yrði meinaður aðgangur að Hlíðarfjalli.Héraðsmiðillinn Vikudagur greindi fyrst frá þessu. Nýja brúin er í aðalskipulagi Akureyrarbæjar en áætlaður kostnaður við hana er 150 milljónir króna. Breyta þurfti reiðleiðinni sem liggur frá Akureyri yfir Eyjafjarðará yfir í Eyjafjarðarsveit vegna uppsetningar við aðflugsbúnað við Akureyrarflugvöll. Búið er að loka gömlu brúnni og til stóð að hefja framkvæmdir á haustmánuðum en bæjaryfirvöld ákváðu að fresta þeim, við mikla óánægju hestamanna. Nú hefur aftur á móti verið samþykkt að brúarverkefnið fari í útboð. Björn Jóhann segir að um sé að ræða aðalreiðleið hestamanna sem sé afar þýðingarmikil fyrir hestamenn. „Ef þetta hefði ekki gengið upp væri þetta þvílík aðför að þessari íþróttagrein,“ segir Björn Jóhann. Þetta sé mikilvægt fyrir hestamenn sem nýti sér reiðleiðina allt árið um kring. Í ljósi nýjustu frétta kveðst Björn Jóhann bjartsýnn að brúarverkefnið geti orðið að veruleika, hestamönnum á svæðinu til heilla.
Akureyri Hestar Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira