Cornelius kom inn á sem varamaður á 12. mínútu. Þremur mínútum fyrir hálfleik kom hann Parma í 2-0. Hann skoraði aftur í uppbótartíma fyrri hálfleiks og á 50. mínútu gerði hann svo sitt þriðja mark.
Þetta var ekki bara fyrsta þrenna Cornelius í ítölsku úrvalsdeildinni heldur fyrsta þrenna dansks leikmanns í deildinni í 55 ár.
Síðasti Daninn sem skoraði þrjú mörk í einum og sama leiknum í efstu deild á Ítalíu var Harald Nielsen. Hann skoraði þrennu í 4-0 sigri Bologna á Roma 19. janúar 1964.
- Andreas Cornelius is the first player from Denmark to score a Serie A hat-trick since Harald Nielsen in Bologna's 4-0 home win over AS Roma on 19 January 1964. #ParmaGenoa#SerieATIM
— Gracenote Live (@GracenoteLive) October 20, 2019
Nielsen skoraði alls 21 mark þegar Bologna varð ítalskur meistari tímabilið 1963-64. Hann lék einnig með Inter, Napoli og Sampdoria á Ítalíu. Nielsen lést fyrir fjórum árum síðan.
Cornelius hefur skorað fjögur mörk fyrir Parma í sjö leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur.
Sigurinn í gær var sá stærsti hjá Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í 18 ár, eða síðan liðið vann Perugia, 5-0, í febrúar 2001.