Telja sig hafa fundið japanskt flugmóðurskip á fimm kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2019 23:40 Rob Kraft, yfirmaður neðansjávarleita Vulcan Inc. skoðar sónarmynd af botni Kyrrahafsins. AP/Caleb Jones Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga. Fornminjar Japan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Rannsakendur fyrirtækisins Vulcan Inc. telja sig hafa fundið annað af fjórum flugmóðurskipum Japana sem Bandaríkjamenn sökktu í orrustunni við Midway í seinni heimsstyrjöldinni. Orrustan þykir vendipunktur í stríði ríkjanna. Rúmri viku eftir að rannsakendurnir á skipinu Petrel fundu flak flugmóðurskipsins Kaga segjast þeir hafa fundið annað hvort Akagi eða Soryu. Með því að notast við fjarstýrðan kafbát með sónar fannst flakið á fimm og hálfs kílómetra dýpi í Kyrrahafinu. Nánar tiltekið rúmlega tvö þúsund kílómetra norðvestur af Hawai-eyjum. Næsta skref er að senda annan kafbát með nákvæmari sónar og þannig verður hægt að greina flakið betur og staðfesta um hvort flugmóðurskipið sé að ræða. Sú sjóferð mun taka um átta klukkustundir. Þar til í síðustu viku hafði einungis eitt af þeim sjö skipum sem sukku í orrustunni um Midway í júní 1942 fundist. Japanar misstu fimm skip, þar af fjögur flugmóðurskip, og Bandaríkjamenn tvö. Rúmlega tvö þúsund Japanir og 300 Bandaríkjamenn létu lífið. Kaga fannst í síðustu viku á tæplega fimm kílómetra dýpi. Sónarmyndir sýna að skipið sökk á miklum hraða og er stærðarinnar gígur í kringum skipið á hafsbotni, eins og stór sprenging hafi átt sér stað. Stefni skipsins er grafið djúpt í hafsbotninn en það þykir þó heillegt. Áhöfn Petrel vonast til þess að finna öll skipin sem sukku og safna gögnum um þau. Auðjöfurinn Paul Allen, sem stofnaði Microsoft með Bill Gates, hóf leitarverkefnið. Áhöfn Petrel hefur um árabil unnið með sjóher Bandaríkjanna og öðrum ríkjum að því að finna og skrásetja sokkin skip og hingað til hafa þau fundið rúmlega 30.Hér má sjá sjónvarpsfrétt AP fréttaveitunnar um fund Kaga.Hér má sjá sónarmyndir sem teknar voru í dag. Að endingu má sjá myndband sem áhöfn Petrel gerði um fund Kaga.
Fornminjar Japan Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira