Inter Milan vann sigur á Sassuolo í sjö marka leik í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Lautaro Martinez kom gestunum frá Inter yfir strax á annarri mínútu leiksins en Domenico Berardi jafnaði fyrir heimaenn á 16. mínútu.
Romelu Lukaku skoraði tvisvar áður en flautað var til hálfleiks, seinna markið úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.
Inter fékk aðra vítaspyrnu í seinni hálfleik, Martinez fór á punktinn í það skiptið og skoraði. Inter því komið í góða stöðu með þriggja marka forskot.
Filip Djuricic gaf heimamönnum von um endurkomu á 74. mínútu og Jeremie Boga kom þeim nær á 82. mínútu. Leikmenn Sassuolo sóttu eins og þeir gátu undir lokin en ekki kom jöfnunarmarkið, lokastaðan 4-3 sigur Inter.
Inter hafði betur í sjö marka leik
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







Barcelona rúllaði yfir Como
Fótbolti

Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena
Körfubolti


Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn
Enski boltinn