Icelandair og Boeing ná samkomulagi um frekari bætur Kjartan Kjartansson skrifar 31. október 2019 21:41 Icelandair segist sjá fram á betri horfur á fjórða ársfjórðungi. Vísir/Vilhelm Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Gengið var frá öðru samkomulagi á milli Icelandair og flugvélaframleiðandans Boeing um bætur vegna kyrrsetningar Max-farþegavélanna til viðbótar við fyrra samkomulag. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs. Icelandair hefur orðið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á árinu eftir að Max-vélar Boeing voru kyrrsettar fyrr á þessu ári í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem kostuðu á fjórða hundrað manns lífið. Sex vélar Icelandair voru kyrrsettar og þá fengust þrjár til viðbótar ekki afhentar vegna kyrrsetningarinnar. Fjórar þeirra hafa verið sendar til Spánar yfir veturinn. Skilmálar samkomulagsins sem gengið var frá í dag eru trúnaðarmál. Í tilkynningu flugfélagsins segir að viðræður um frekari bætur standi enn yfir vegna fjárhagslegs taps vegna kyrrsetningarinnar. Ekki er gert ráð fyrir Max-vélunum aftur fyrr en í byrjun mars á næsta ári. Nettóhagnaður Icelandair nam 7,5 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og lýsir félagið áframhaldandi rekstrarbata. EBIT-hagnaður hafi numið tíu milljörðum króna á ársfjórðungnum sem sé um 300 milljónum krónum meira en á sama tímabili í fyrra. Farþegum hafi fjölgað um 27% í fjórðungnum, þökk sé sveigjanleika í leiðarkerfi Icelandair. Tekjur námu 65,6 milljörðum króna í fjórðungnum og drógust saman um 2% á milli ára, eigið fé í lok september nam 62,2 milljörðum króna og eiginfjárhlutfall í lok september var 30%. Lausafjárstaða flugfélagsins er sögð nema 29,6 milljörðum króna. Engu að síður er á ætlað EBIT-tap Icelandair 4,3-5,5 milljarðar króna á þessu ári þegar metin hafa verið neikvæð áhrif vegna kyrrsetningar Max-vélanna. Þrátt fyrir það segist Icelandair búast við bættri afkomu á fjórða ársfjórðungi ársins 2019. Hætt hafi verið við óábatasama áfangastaði og flugfélagið beini kröftum sínum að því að laða ferðamenn til Íslands. Bókunarstaðan sé sterk og spár fyrirtækisins geri ráð fyrir hækkun á sætaverði á milli ára.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10 Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45 Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16 Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30 Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Icelandair sendi jákvæða afkomuviðvörun í Kauphöll Horfur í rekstri Icelandair Group á árinu 2019 eru betri en gert hafði verið ráð fyrir. 28. október 2019 07:10
Fjórar Boeing MAX-þotur Icelandair flognar til vetrarstöðvanna á Spáni Fjórar Boeing 737 MAX 8-þotur Icelandair hafa núna verið ferjaðar frá Keflavíkurflugvelli til borgarinnar Lleida í Katalóníu, um 160 kílómetra vestnorðvestur af Barcelona. 19. október 2019 08:45
Icelandair reiknar ekki með MAX-vélum fyrr en í febrúar Icelandair hefur uppfært flugáætlun sína í janúar og febrúar á næsta ári. Félagið gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX flugvélar verði komnar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar 2020. 24. október 2019 19:16
Yfirmanni MAX-mála hjá Boeing sparkað Kevin McAllister, yfirmaður farþegaþotusviðs bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing, hefur verið rekinn. Brottreksturinn hefur verið tengdur við vandræði Boeing í tengslum við 737 MAX vélarnar sem eru í flugbanni um allan heim. 22. október 2019 21:30
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun