Cristiano Ronaldo snéri aftur með sigurmark í uppbótartíma Anton Ingi Leifsson skrifar 30. október 2019 21:45 Ronaldo fagnar. vísir/getty Cristiano Ronaldo fékk frí frá leik Juventus um helgina en hann snéri aftur í kvöld með sigurmark í uppbótartíma er liðið vann 2-1 sigur á Genoa. Varnartröllið Leonardo Bonucci kom Juve yfir á 36. mínútu en einungis fjórum mínútum síðar jafnaði Christian Kouame metin. Francesco Cassata, leikmaður Genoa, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 51. mínútu. Gestirnir því einum færri. Liðin urðu svo jöfn á 87. mínútu er Adrien Rabiot, sem hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í liði Juve, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einhverjir héldu að Cristiano Ronaldo væri að skora sigurmarkið í uppbótartíma en það var svo dæmt af vegna rangstöðu. Öll dramatík var ekki úti því síðar í uppbótartímanum fengu Juve menn víti eftir brot á Ronaldo. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði.- Cristiano Ronaldo is the first player this century to score in each of the opening five home matches of @juventusfc in a Serie A season. #JuventusGenoa#SerieA — Gracenote Live (@GracenoteLive) October 30, 2019 Juventus er því ásamt Inter á toppi deildarinnar með 25 stig. Chris Smalling var á skotskónum fyrir Roma sem vann 4-0 sigur á Udinese en Atalanta er í 3. sætinu eftir 2-2 jafntefli gegn Napoli á útivelli.| FULL-TIME | Ten men, four goals, three points and #ASRoma are back in the top four! DAJE ROMA! pic.twitter.com/3Gks1VeAAA — AS Roma English (@ASRomaEN) October 30, 2019Öll úrslit dagsins: Napoli - Atalanta 2-2 Cagliari - Bologna 3-2 Juve - Genoa 2-1 Lazio - Torino 4-0 Sampdoria - Lecce 0-1 Sassuolo - Fiorentina 1-2 Udinese - Roma 0-4 Ítalski boltinn
Cristiano Ronaldo fékk frí frá leik Juventus um helgina en hann snéri aftur í kvöld með sigurmark í uppbótartíma er liðið vann 2-1 sigur á Genoa. Varnartröllið Leonardo Bonucci kom Juve yfir á 36. mínútu en einungis fjórum mínútum síðar jafnaði Christian Kouame metin. Francesco Cassata, leikmaður Genoa, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 51. mínútu. Gestirnir því einum færri. Liðin urðu svo jöfn á 87. mínútu er Adrien Rabiot, sem hefur ekki fengið að spreyta sig mikið í liði Juve, fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt. Einhverjir héldu að Cristiano Ronaldo væri að skora sigurmarkið í uppbótartíma en það var svo dæmt af vegna rangstöðu. Öll dramatík var ekki úti því síðar í uppbótartímanum fengu Juve menn víti eftir brot á Ronaldo. Hann steig sjálfur á punktinn og skoraði.- Cristiano Ronaldo is the first player this century to score in each of the opening five home matches of @juventusfc in a Serie A season. #JuventusGenoa#SerieA — Gracenote Live (@GracenoteLive) October 30, 2019 Juventus er því ásamt Inter á toppi deildarinnar með 25 stig. Chris Smalling var á skotskónum fyrir Roma sem vann 4-0 sigur á Udinese en Atalanta er í 3. sætinu eftir 2-2 jafntefli gegn Napoli á útivelli.| FULL-TIME | Ten men, four goals, three points and #ASRoma are back in the top four! DAJE ROMA! pic.twitter.com/3Gks1VeAAA — AS Roma English (@ASRomaEN) October 30, 2019Öll úrslit dagsins: Napoli - Atalanta 2-2 Cagliari - Bologna 3-2 Juve - Genoa 2-1 Lazio - Torino 4-0 Sampdoria - Lecce 0-1 Sassuolo - Fiorentina 1-2 Udinese - Roma 0-4
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti