Draumurinn að fá leik á HM kvenna til Íslands Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 30. október 2019 09:30 Bandaríkin urðu heimsmeistarar í Frakklandi í sumar. NordicPhotos/getty Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að draumurinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til landsins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norðurlandanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágrannaborgirnar. Það er mikill áhugi víðsvegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnusamböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska knattspyrnusambandsins og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardalsvöllur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumurinn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallarmálum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Í beinni: Þróttur - Tindastóll | Sársvekktir gestir í Dalnum Í beinni: Stjarnan - Valur | Fá gestirnir á sig fyrsta markið? Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Í beinni: Arsenal - Bournemouth | Silfursætið innan seilingar Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Sjá meira