Uppbygging bandarískra herstöðva Davíð Stefánsson skrifar 30. október 2019 07:30 Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Á síðustu misserum hafa Bandaríkin styrkt mjög tengsl sín við Pólland á sviði varnar- og öryggismála. Það hefur verið gert með samstarfi þjóðanna innan Atlantshafsbandalagsins en Pólverjar hafa verið í NATO frá árinu 1999. Samstarfið hefur einnig verið tvíhliða þar sem bandaríski herinn hefur verið að byggja upp aðstöðu í Póllandi. Bandaríkin reka meðal annars öfluga skrifstofu varnarmálafulltrúa í Varsjá til að sjá um samskiptin við pólska herinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og pólskur starfsbróðir hans, Andrzej Duda, undirrituðu „Sameiginlega yfirlýsingu um framþróun varnarsamstarfs“ í New York þann 23. september. Þar er gert ráð fyrir að efla hernaðarleg umsvif bandarísks herafla í Póllandi, með hermenn á sex stöðum til að vinna gegn hugsanlegum rússneskum ógnum. Í yfirlýsingunni, sem birt er á vef pólska forsetaembættisins, segir að um 4.500 bandarískir hermenn séu í Póllandi að staðaldri en gert sé ráð fyrir að þeim muni fjölga um eitt þúsund. Trump hefur sagt að líklegast verði hermenn sendir til Póllands frá herstöðvum Bandaríkjamanna annars staðar í Evrópu. Póllandsforseti og þarlend stjórnvöld hafa ítrekað lýst vilja til að efla viðveru bandarísks herliðs til að sporna við Rússum enda á ríkið löng landamæri að Rússlandi. Pólverjar hafa miklar áhyggjur af auknum umsvifum herja Rússa í nágrannaríkjunum, Georgíu og í austurhluta Úkraínu, sem og innlimun þeirra á Krímskaganum árið 2014. Pólverjar segja hana sýna virðingarleysi Rússa gagnvart alþjóðalögum. Þeir buðust nýverið til að greiða minnst tvo milljarða Bandaríkjadala, um 220 milljarða króna, af kostnaðinum við uppbyggingu og rekstur nýrrar bandarískrar herstöðvar í landinu. Pólverjar, sem afnámu herskyldu árið 2009, hafa um 120.000 manna fastaher og um 70.000 manna hliðarher, svo sem landamæraverði og sérhæfða lögreglu. Ríkin hafa komið sér saman um aukna hernaðarlega viðveru í eftirfarandi bæjum og borgum Póllands: Poznan, borg í Mið-Póllandi, Drawsko Pomorskie, sem er bær í norðvesturhluta Póllands, Wroclaw-Strachowice, borg í Vestur-Póllandi, Lask, bæ í Mið-Póllandi, Powidz, smábæ í Mið-Póllandi, Lubliniec, bæ í Suður-Póllandi. Að auki eru ríkin að ræða heppilega staðsetningu í Póllandi fyrir bandarískar brynvarðar átakahersveitir.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Pólland Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira