Segir Miðflokkinn ekki stefna lengra til hægri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 18:47 Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir flokkinn ekki vera að stefna lengra til hægri í herferð sinni gegn ríkisbákninu. Hann vísar ásökunum um popúlisma á bug. Rétt rúmlega hundrað manns sóttu flokksráðsfund Miðflokksins í Reykjanesbæ í dag sem mun vera sá fjölmennasti í sögu flokksins. Í ræðu sinni fór formaður hörðum orðum um ríkisstjórnina. „Ég held að það sé fullt tilefni til þess að gagnrýna þá til þess meðal annars að setja hlutina í samhengi, meðal annars við meginboðskapinn sem ég var með hér í dag varðandi breytingarnar sem þyrfti að gerast, varðandi kerfið og varðandi lýðræðið. Þetta er kerfisstjórn,“ segir Sigmundur í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Lýðræðið hætt að virka og kerfið ræður í raun Sigmundur gekk svo langt í ræðu sinni í dag að segja lýðræðið vera hætt að virka. Flokkurinn hyggist nú skera upp herör gegn ríkisbákninu og hefur til að mynda auglýst eftir reynslusögum frá fólki sem telur sig hafa orðið fyrir barðinu á kerfinu. „Burt með báknið“ er slagorð sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum notað í gegnum tíðina en aðspurður segir Sigmundur Miðflokkinn ekki vera að færa sig lengra til hægri. „Nei, eins og ég útskýrið í ræðu minni hérna áðan þá er það sérstaklega mikilvægt fyrir þá tekjulægri í samfélaginu og minni fyrirtæki að árangur náist í baráttunni gegn bákninu og fyrir því eru margar ástæður,“ segir Sigmundur. Miðflokkurinn fékk tæp ellefu prósent atkvæða í þingkosningum 2017 en fylgið hefur vaxið síðan og hafa Miðflokkurinn og Samfylkingin mælst nærst stærsti flokkur landsins til skiptis í skoðanakönnunum að undanförnu. Flokkurinn hefur verið sakaður um popúlisma en því vísar Sigmundur á bug. „Við höfum skilgreint okkur sem and-popúlískan flokk vegna þess að við eltum ekki tíðarandann hverju sinni, við bjóðum ekki upp á einfaldar lausnir heldur oft og tíðum flóknar lausnir,“ segir Sigmundur.
Miðflokkurinn Reykjanesbær Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Sjá meira