Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Andri Eysteinsson skrifar 9. nóvember 2019 12:01 Um er að ræða fyrsta skipti sem Mulvaney er tengdur við Úkraínumálið með berum orðum. Getty/Win McNamee Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“ Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. Hunter Biden, sonur fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna Joe Biden, sem þykir líklegur andstæðingur Trump í forsetakosningunum 2020, sat í stjórn Burisma á árunum 2014-2019. Frá þessu greindi Fiona Hill sem situr í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna fyrir þingnefnd sem rannsakar samskipti Trump forseta við Úkraínustjórn. Vitnisburðir Hill og undirofurstans Alexanders Vindman voru gerðir opinberir í gær. Vitnisburður Vindman þykir hafa staðfest orð Hill. AP greinir frá vitnisburðum Hill og Vindman. Hill greindi þingnefndinni frá fundi sem fór fram 10.júlí síðastliðinn. Viðstaddir á fundinum voru, meðal annars, Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, John Bolton þáverandi þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar og sendimenn Úkraínustjórnar.Bolton stífnaði upp og batt enda á fundinn Í vitnisburði Hill rakti hún ummæli sendiherrans Gordons Sondland. „Þá missti Sondland út úr sér:„Við höfum samþykki starfsmannastjórans fyrir fundi ef þessar rannsóknir innan orkugeirans hefjast.“ Bolton stífnaði strax upp og batt enda á fundinn,“ sagði Hill í vitnisburði sínum. Fyrri gögn sem birt hafa verið hafa bent til þess að þáttur Mulvaney í því að kalla eftir rannsókn á Biden-feðgum í Úkraínu, með það að markmiði að trufla forsetaframboð Joe Biden, hafi verið talsverður. Í vitnisburði Hill er þó í fyrsta skipti komið að þætti starfsmannastjórans með berum orðum. Undirofurstinn Vindman staðfesti vitnisburð Hill þegar hann sagðist hafa heyrt Sondland segjast hafa rætt við Mulvaney um kröfurnar sem Úkraína þyrfti að uppfylla til þess að af fundi forsetanna yrði.Man ekki betur en að Sondland hafi talað sérstaklega um Biden-feðga Svar Vindman við spurningunni um hvað hann hafi heyrt Sondland segja var „að Úkraínumenn þyrftu að hefja rannsókn gegn Biden-feðgum.“ Spurður hvort hann hafi heyrt Sondland nota orðin Biden-feðgar sagðist Vindman ekki muna betur. Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa óskað eftir því að Mick Mulvaney, starfsmannastjóri komi fyrir þingið til þess að svara spurningum um meint brot forsetans í starfi. Mulvaney hefur þó ákveðið að hunsa þá beiðni þingmanna. Á dögunum breytti áðurnefndum Gordon Sondland vitnisburði sínum vegna Úkraínumálsins svokallaða. Hann hefur nú viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð, sem þing Bandaríkjanna samþykkti en Hvíta húsið stöðvaði, yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodimir Zelenskíj, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. Svokölluð „kaup kaups.“
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39 Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Fleiri fréttir Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Eftir að Hvíta húsið birti minnisblað um umdeilt símtal Trump við Úkraínuforseta vildi forsetinn að dómsmálaráðherrann héldi blaðamannafund þar sem hann segði ekkert ólöglegt hafa átt sér stað í símtalinu. 7. nóvember 2019 07:39
Sluppu með naumindum við að verða við kröfum Trump Úkraínumenn sluppu með naumindum við að verða við kröfum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um að lýsa opinberlega yfir að þeir ætluðu að hefja rannsókn á pólitískum andstæðingi Trump. 7. nóvember 2019 22:25