Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers en hann gerði 26 stig. LeBron James var skammt undan en hann gerði 25 stig, þar af tólf stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann lék á alls oddi.
Congrats to @KingJames of the @Lakers for becoming the 3rd player in @NBAHistory to record 1,000 20+ point games! #LakeShowpic.twitter.com/5qaHVcH7JV
— NBA (@NBA) November 9, 2019
Eftir tapið gegn nágrönnunum í LA Clippers í fyrstu umferðinni hefur Lakers ekki tapað leik og það lítur út fyrir að það eru bjartari tímar framundan hjá Lakers í ár en síðustu tímabil.
@AntDavis23 (26 PTS, 8 REB, 7 AST) & @KingJames (25 PTS, 6 AST) lead the way in the @Lakers 7th straight win! #LakeShowpic.twitter.com/Yd96X4S9AJ
— NBA (@NBA) November 9, 2019
Ef einhver var í stuði í nótt þá var það Damian Lillard, leikmaður Portland, en Lillard skoraði 60 stig er lið hans tapaði með fjögurra stiga mun fyrir Brooklyn á heimavelli, 119-115.
D'Angelo Russell gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig er Golden State Warriors tapaði 125-119 í framlengdum leik gegn Minnesota á útivelli. Ótrúleg frammistaða Russell.
Warriors hafa ekki farið vel af stað á leiktíðinni. Þeir hafa einungis unnið tvo af fyrstu níu leikjunum en Minnesota er með fimm sigra í fyrstu átta leikjunum.
D'Angelo Russell scored 52 PTS while Damian Lillard poured in 60 PTS in tonight's action. This is the first time two players scored 50+ points on the same night since Vince Carter and Allen Iverson on Dec. 23, 2005. pic.twitter.com/IV9IO8Di7S
— NBA.com/Stats (@nbastats) November 9, 2019
Öll úrslit næturinnar:
Detroit - Indiana 106-112
Memphis - Orlando 86-118
Cleveland - Washington 113-100
Sacramento - Atlanta 121-109
Toronto - New Orleans 122-104
Golden State - Minnesota 119-125
New York - Dallas 106-102
Philadelphia - Denver 97-100
Milwaukee - Utah 100-103
Brooklyn - Portland 119-115
Miami - LA Lakers 80-95