Fyrsta skóflustungan af nýju húsnæði í Búðardal í hart nær áratug Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. nóvember 2019 19:00 Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Aðsend Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð um lengri tíma að því segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þeir Ásmundur og Kristján tóku fyrstu skóflustunguna að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum en nánast ekkert hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í Búðardal í hartnær áratug. Þrjár þeirra tengjast landsbyggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni í Dalakoti í Búðardal. Við sama tækifæri kynnti Ásmundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. „Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mikið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis. Dalabyggð Húsnæðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Kristján Sturluson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um aðkomu stjórnvalda að uppbyggingu á leiguhúsnæði í Búðardal. Viljayfirlýsingin snýr að því að fjölga leiguíbúðum í sveitarfélaginu en mikill skortur hefur verið á íbúðarhúsnæði í Dalabyggð um lengri tíma að því segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þeir Ásmundur og Kristján tóku fyrstu skóflustunguna að fimm leiguíbúðum sem byggja á í bænum en nánast ekkert hefur verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði í Búðardal í hartnær áratug. Þrjár þeirra tengjast landsbyggðaverkefni Íbúðalánasjóðs og áttu þátt í því að ráðist var í frekari framkvæmdir. Skrifað var undir viljayfirlýsinguna á opnum kynningarfundi um húsnæðismál á landsbyggðinni í Dalakoti í Búðardal. Við sama tækifæri kynnti Ásmundur Einar þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að undanförnu til þess að bregðast við erfiðu ástandi á húsnæðismarkaði, ekki hvað síst á landsbyggðinni. „Fimm nýjar íbúðir þykir í stóra samhenginu kannski ekki ýkja mikið en víða á landsbyggðinni geta þær bylt húsnæðismarkaðnum á viðkomandi svæði. Ekki eingöngu vegna þess að sveitarfélögin eru minni heldur einnig vegna þess að víða hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýju íbúðarhúsnæði árum saman,“ sagði Ásmundur Einar við undirritunina. Íbúðalánasjóður mun koma að útfærslu verkefnisins og hefur sjóðurinn ákveðið að leggja sveitarfélaginu til eins milljón króna styrk til þróunar þess. Sjóðurinn mun jafnframt leggja til fimm milljóna króna viðbótarframlag til byggingar íbúðanna, sem heimilt er að veita á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki vegna misvægis á milli byggingarkostnaðar og markaðsverðs íbúðarhúsnæðis.
Dalabyggð Húsnæðismál Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira