Borðleggjandi að kirkjur í Reykjavík verði seldar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Prófessor í guðfræði telur víst að hagræðing muni fara fram innan kirkjunnar og að kirkjur verði seldar. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi. Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þjóðkirkjan þarf ráðast í hagræðingar og sölu á kirkjum óháð aðskilnaði ríkis og kirkju, að mati guðfræðings. Biskup mun funda með dómsmálaráðherra um hugmyndir um aðskilnað í næstu viku. Að sögn Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra stendur til hefja vinnu að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju. Biskup Íslands mun funda með ráðherra um málið í næstu viku. „Fá til dæmis að heyra hvað hún hefur í huga varðandi þetta og hvernig hún hefur í huga hvernig það vinnist og svo framvegis," segir Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Í þingsályktunartillögu þingmanna Viðreisnar, Pírata, Vinstri Grænna og Samfylkingar er miðað við fullan aðskilnað eigi síðar en við árslok 2034, eða innan fimmtán ára. Í tillögunni segir að slíta eigi á öll tengsl sem byggjast á gildandi lögum og samningum. Þar á meðal í stjórnarskrá. Þetta hugnast biskup ekki. „Ég vil hafa opinber trúarbrögð í þessu landi. Til dæmis með því að ákvæðið haldist í stjórnarskránni," segir Agnes. „Stjórnarskrárákvæðið fer í þjóðaratkvæði að lokum og á endanum verður það þjóðin sem ræður þessu. Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði.Prófessor í guðfræði telur kirkjuna ágætlega í stakk búna fyrir aðskilnað. Vegna flókinnar samþættingar ríkis- og kirkjufjármála geti ríkið þó ekki dregið sig í hlé án þess að tryggja rekstrargrundvöll þjóðkirkjunna. „Hún getur ekki rekið sig á sókargjöldum einum og sér eða einhvers konar félagsgjöldum. Við verðum að horfast í augu við það. Þau yrðu þá óeðlilega há," segir Hjalti Hugason, prófessor. Þá sé hagræðing óhjákvæmileg óháð aðskilnaði. Það sé þegar í gangi með sameiningu sókna. En sala á kirkjum hljóti að vera framundan. „Það er víða verið að taka kirkjur úr notkun, afhelga þær og selja. Þetta mun gerast hjá okkur ekki síður en annars staðar," segir Hjalti. „Það finnst ýmsum þetta framandi og óviðkunnanleg hugsun að selja kirkjur. En þetta er það sem er að gerast alls staðar," segir hann og bætir við að víða sé stutt á milli kirkna í Reykjavík. „Hér í Reykjavík eru ýmsar kirkjur sem er eiginlega borðleggjandi að hljóti að verða seldar einhvern tímann, fyrr eða seinna," segir Hjalti, sem vildi þó ekki nefna nein sérstök dæmi.
Reykjavík Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira