Borgi sig að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 20:00 Smár McCarthy, þingmaður Pírata og formaður framtíðarnefndar. Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári. Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það er ómögulegt að hafa rétt fyrir sér um framtíðina, en þó er mikilvægt að hafa rangt fyrir sér með gagnlegum hætti. Þetta segir formaður framtíðarnefndar forsætisráðherra, en fyrsta skýrsla nefndarinnar var gerð opinber í dag. Forsætisráðherra skipaði framtíðarnefndina árið 2018 til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri vegna tæknibreytinga. Fyrsta skýrslan fjallar um þróun atvinnulífs, umhverfis, byggðar og lýðfræðilegra þátta fyrir árin 2035 til 2040. „Það er ekki hægt að spá fyrir um framtíðina, það er alveg á hreinu. En við getum gefið okkur ákveðnar sviðsmyndir, við getum leikið okkur með þær upplýsingar sem við höfum um það hvaða þróun er að eiga sér stað, getum reynt að leiða líkum að ákveðnum hlutum,“ segir Smári McCarthy, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar. „En í lok dags þá munum við hafa rangt fyrir okkur og þá skiptir máli að við höfum rangt fyrir okkur á eins gagnlegan hátt og hægt er.“ Meðal þess sem nefndin leggur til í skýrslunni er að komið verði á heildstæðu raunfærnismati sem tekur til allra skólastiga og alls vinnumarkaðar. Greina þurfi mannafla- og færniþörf með reglubundnum hætti og að mótuð verði heildarstefna í nýsköpun-, atvinnu- og iðnaði. Þá verði tekjuöflun ríkisins í stöðugri endurskoðun í ljósi breyttra skattstofna, nýting auðlinda verði í öllum tilfellum sjálfbær og greina þurfi betur áhrif sjálfvirknivæðingar á landsbyggðina og brothættar byggðir. Þá þurfi að leysa áskoranir tengdum breyttri aldurssamsetningu þjóðarinnar og flæði fólks milli landa. „Vonandi munu þessar hugmyndir síast í gegn en ég á von á því að þetta sé kannski fyrst og fremst kannski bara fyrsta atlagan að því að opna meiri umræðu um hvert við ætlum að fara sem samfélag,“ segir Smári.
Alþingi Stjórnsýsla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira