Ummæli ráðuneytisstjóra ekki í anda Framsóknar og ríkisstjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2019 12:22 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir að miðað við fréttaflutning af ummælum ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins um málefni útlendinga á vinnumarkaði, sé augljóst að þau séu hvorki í anda Framsóknarflokksins né stefnu ríkisstjórnarinnar. Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra átti að flytja erindi á Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar sem fram fór föstudaginn 1. nóvember en forfallaðist og mætti Gissur Pétursson nýskipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu í hans stað. En Gissur var áður forstjóri Vinnumálastofnunar þar sem málefni útlendinga koma mikið við sögu.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar.Vísir/VilhelmÞorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar, var einn þeirra sem sat málþingið og sagði í fyrirspurnartíma á Alingi á mánudag að ummæli ráðuneytisstjórans hafi verið sláandi. Hann hafi ekki talið ástæðu til að fræða innflytjendur um réttindi þeirra á vinnumarkaði og ekki væri ástæða til að styrkja íslenskukennslu því innflytjendur nenntu ekki að læra tungumálið. Gissur hafi sérstaklega tekið fram hve auðvelt væri að losna við fólk af íslenskum vinnumarkaði, í þessu samhengi. Þorsteinn tók málið aftur upp í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær og spurði Sigurð Inga Jóhannsson sem formann Framsóknarflokksins út í málið. „Endurspegla ummæli ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins afstöðu ríkisstjórnarinnar til innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði,“ spurði Þorsteinn. Sigurður Ingi sagði skoðanir Viðreisnar og Framsóknarflokksins ólíkar í mörgum málum. „Ég til að mynda skil alls ekki háttvirtur þingmaður hvernig þú getur dregið ráðuneytisstjóra í einhverju öðru ráðuneyti hér upp á borð til að tala við formann Framsóknarflokksins. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir það,“ sagði Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hafi hins vegar alla tíð haldið vel utan um þá sem lítils mættu sín í þjóðfélaginu, ekki hvað síst innflytjendur.Gissur Pétursson, ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins.Þorsteinn sagði ráðuneytisstjórann hafa talað í stað félagsmálaráðherra í umboði ríkisstjórnarinnar. „Því miður endurspegla þau ummæli ráðuneytisstjórans sem talaði þar í umboði ráðherra ekki neina sérstaka virðingu fyrir þessari viðkvæmu stöðu. Eða hvernig væri verið að brjóta á réttindum þessa hóps,“ sagði Þorsteinn. Formaður Framsóknarflokksins sagðist ekki þekkja til þessarra ummæla og aðeins séð vitnað til þeirra í fjölmiðlum. „Miðað við þann fréttaflutning þá er það augljóslega ekki í anda eða stefnu hvorki ríkisstjórnar eða Framsóknarflokksins sem þar var í það minnsta látið liggja að maðurinn hafi sagt. Ég veit það ekki. Ég bara þekki það ekki,“ sagði formaður Framsóknarflokksins. Það gæti vel verið að Viðreisn og Framsóknarflokkurinn gætu unnið saman þegar kæmi að frjálslyndri stefnu gagnvart fólki sem minna mætti sín. „En það snýst auðvitað um að sýna það í verki. Það höfum við gert í 102 ár. Ég hef ekki enn séð Viðreisn gera það,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Innflytjendamál Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
„Fólk sem sat þennan fund var mjög slegið yfir yfirlýsingum ráðuneytisstjóra“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði að fólk sem sótti málþingið hefði verið slegið vegna ummælanna. 4. nóvember 2019 17:36
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent