Vildi að dómsmálaráðherrann hreinsaði sig af sök Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2019 07:39 Barr (t.h.) hefur verið tryggur Trump forseta. Hann var meðal annars sakaður um að spinna niðurstöðu Mueller-skýrslunnar svonefndu. Hann féllst þó ekki á að gefa Trump forseta hreint sakarvottorð opinberlega vegna Úkraínumálsins nú. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kom þeim skilaboðum til dómsmálaráðherra síns að hann héldi blaðamannafund og lýsti því opinberlega yfir að forsetinn hefði engin lög brotið í umdeildu símtali við forseta Úkraínu í sumar. Dómsmálaráðherrann er sagður hafa hafnað því.Washington Post segir að ráðgjafar Trump hafi borið William Barr, dómsmálaráðherra, skilaboðin. Eftir að Barr aðhafðist ekkert er forsetinn sagður hafa bryddað upp á því við ráðgjafa sína undanfarnar vikur með þeim orðum að hann óskaði þess að ráðherrann hefði haldið blaðamannafund til að styðja mál sitt. Beiðnin er sögð hafa átt sér stað í kringum 25. september um það leyti sem Hvíta húsið birti minnisblað um símtal Trump og Volodímírs Zelenskíj, forseta Úkraínu, sem hafði orðið uppljóstrara innan leyniþjónustunnar tilefni til að leggja inn formlega kvörtun vegna þess að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu. Í minnisblaði Hvíta hússins kom fram að Trump bað Zelenskíj ítrekað um að gera sér „greiða“ með því að rannsaka pólitíska andstæðinga hans. Símtalið og uppljóstranakvörtunin varð fulltrúadeild Bandaríkjaþings tilefni til að hefja formlega rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump. Nafn Barr bar á góma í símtali Trump og Zelenskíj. Bað Trump úkraínska forsetann um að vinna með Barr og Rudy Giuliani, persónulegum lögmanni Trump, að rannsóknunum sem hann sóttist eftir. Dómsmálaráðuneytið hefur sagst koma af fjöllum um það. Þá er Barr sagður hafa komið því til skila að hann ætti ekki neina aðild að hverju því sem Trump forseti stæði í varðandi Úkraínu. Trump, sem hefur verið sakaður um að misbeita valdi sínu til að fá úkraínsk stjórnvöld til að gera sér persónulegan pólitískan greiða, hefur ítrekað lýst símtali sínu og Zelenskíj sem fullkomnu. Nokkrir háttsettir embættismenn í ríkisstjórn hans hafa þó nýlega borið vitni um að Trump hafi haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við Úkraínu og fundi í Hvíta húsinu sem Úkraínumenn sóttust eftir til að þvinga þá til að fallast á að rannsaka pólitíska óvini hans.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45 Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00 Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Taldi sér ógnað með orðum Trump við Úkraínuforseta Fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu hefur enn áhyggjur af hefndaraðgerðum eftir að hann las ummæli Trump forseta um hann í símtali við forseta Úkraínu. 5. nóvember 2019 11:45
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48
Ráðgjafi staðfesti að Trump sóttist eftir rannsóknum en taldi það ekki ólöglegt Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggisráðsins staðfesti framburð um að Trump hafi haldi eftir hernaðaraðstoð til Úkraínu til að þrýsta á um pólitískan greiða en sagðist þó ekki hafa talið það óviðeigandi eða ólöglegt. 31. október 2019 21:45
Lykilvitni breytir framburði sínum Gordon Sondland, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, hefur viðurkennt að hafa tilkynnt aðstoðarmanni forseta Úkraínu að hernaðaraðstoð yrði ekki afhent fyrr en Úkraínumenn hefðu rannsóknir sem Trump hafði krafið Volodymr Zelensky, forseta Úkraínu, um og lýstu því yfir opinberlega. 5. nóvember 2019 20:00