Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2019 22:39 Dóra Sigfúsdóttir búkollustjóri spjallar við fréttamann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15