Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 20:00 Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. Fyrirhugaðar breytingar á skólakerfinu í norðanverðum Grafarvogi, sem fela með annars í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað, hafa lagst mis vel í foreldra. Foreldrafélög og skólaráð þeirra skóla sem í hlut eiga höfðu frest þangað til í dag til að skila inn umsögn um málið. Í umsögn foreldrafélags Kelduskóla segir meðal annars að kjörnir fulltrúar „þurfi að átta sig á því að starf þeirra er þjónustustarf en ekki yfirboðarastarf þar sem ákvarðanir eru teknar í geðþótta, svo jaðri við valdníðslu.“ Verði ekki fallið frá fyrirætlununum eða íbúakosningu hrint af stað, áskilji foreldrar sér rétt til að leita lögbundinna leiða til að sporna gegn áformunum. Umsögnin var borin undir foreldra og kváðust yfir 80% þeirra mjög sammála. Ekki fengust upplýsingar um efni umsagnar skólaráðs Kelduskóla en tveir fulltrúar ráðsins, fulltrúi foreldra og fulltrúi grenndarsamfélags, skiluðu séráliti þar sem fram kemur að ekki hafi ríkt samstaða innan ráðsins og þeir telji breytingarnar ekki til þess fallnar að bæta skólastarfið. Þess má geta að fulltrúi grenndarsamfélagsins er jafnframt formaður foreldrafélagsins. Samkvæmt tillögunni yrði Kelduskóla-Korpu lokað. Unglingadeildin yrði í Víkurskóla og 1. til 7. bekkur í Engjaskóla og Borgarskóla.Vísir/HafsteinnSigrún Agatha Árnadóttir er meðal þeirra foreldra sem hugnast áformin ekki. „Það er ekki gott þegar að börn eru að stíga sín fyrstu skref í skólakerfinu að það sé verið að hræra svona mikið með þau,“ segir Sigrún. Dætur hennar ganga nú í Kelduskóla Vík sem stendur til að verði eingöngu unglingaskóli samkvæmt tillögunni. Þetta yrði ekki í fyrsta skipti sem þær þyrftu að skipta um skóla vegna ákvarðana borgaryfirvalda. „Eldri stelpan mín fer í tvo leikskóla á tveimur árum, svo upp í fyrsta bekk og hérna [í Kelduskóla Vík] í öðrum bekk og svo stendur til að hún fari í þá fimmta skólann á jafn mörgum árum eftir þessar breytingar og það er ekki gott,“ segir Sigrún.Sigrún Agatha Árnadóttir á tvær stelpur sem ganga í Kelduskóla Vík.Vísir/Elín
Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira