Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinni um að lækka vexti bankans um 0,25 prósentustig á fundi í Seðlabankanum sem hefst klukkan 10. Fundinn má sjá hér að neðan. Með lækkuninni eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 3 prósent. Vextir bankans hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því í vor.
Kynningin verður í höndum þeirra Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra og formanns peningastefnunefndar, og Þórarins G. Péturssonar, aðalhagfræðings Seðlabankans og nefndarmanns í peningastefnunefnd.
Sjá einnig: Stýrivextir halda áfram að lækka
Samhliða yfirlýsingu um stýrivaxtalækkun birti Seðlabankinnn nóvemberhefti Peningamála, þar sem gert er greint fyrir horfum í efnahags- og peningamálum. Ritið má nálgast með því að smella hér en Ásgeir og Þórarinn munu reifa innihald þess á fundinum á eftir.
Vísir greindi frá rökfærslu peningastefnunefndar fyrir stýrivaxtalækkuninni, sem má nálgast hér, en útsending af fundi peningastefnunefndar er hér að neðan.
Bein útsending: Peningastefnunefnd rökstyður vaxtalækkun

Tengdar fréttir

Stýrivextir halda áfram að lækka
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%.