Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2019 09:02 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. Þetta kom fram við réttarhöld í málinu á Nýja-Sjálandi í gær. Millane, sem var 22 ára, hafði verið á ferð ein síns liðs um Nýja-Sjáland í tvær vikur er hún týndist í byrjun desember í fyrra. Lík hennar fannst viku síðar. 27 ára karlmaður, sem ekki hefur verið nafngreindur, var ákærður fyrir morðið á Millane. Hann neitar sök.Segir andlátið slys Fjölskylda Millane var viðstödd aðalmeðferð í málinu í dómsal í Auckland í gær. Í máli saksóknara kom fram að Millane og hinn ákærði hefðu kynnst á stefnumótaforritinu Tinder, hist í miðbæ Auckland og farið heim til hans í lok kvölds. Þar hefði hann kyrkt hana. Maðurinn heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Þau hefðu stundað kynlíf í íbúð hans og hann hert að hálsi hennar til að ná fram „unaði“ með fyrrgreindum afleiðingum.Sjá einnig: „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Þá kom fram við réttarhöldin að frásögn mannsins hefði breyst frá því að hann var fyrst kallaður til skýrslutöku hjá lögreglu. Hann kvaðst þá hafa fengið sér drykk með Millane á bar í Auckland en þau hefðu svo haldið hvort sína leið. Síðar játaði hann að þau hefðu farið saman heim til hans. Klám og „rigor mortis“ í leitarvélina Saksóknari lýsti því jafnframt að eftir að maðurinn myrti Millane hefði hann leitað að því á netinu hvernig best væri að „losa sig við lík“ og að því búnu hafið netleit að klámi. Þá hefði hann einnig slegið inn leitarstrengina „stórir pokar í nágrenninu“ og „rigor mortis“ eða „dauðastirðnun“. Í millitíðinni tók hann myndir af nöktu líki Millane. Daginn eftir fór maðurinn á Tinder-stefnumót með annarri konu. Lík Millane var þá í ferðatösku í íbúð hans. Hann gróf svo líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland.Jacinda Ardern forsætisráðherra Nýja-Sjálands bað fjölskyldu Millane afsökunar í ræðu sem hún hélt skömmu eftir að lík hennar fannst.Vísir/Getty„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Málið vakti mikinn óhug í Nýja-Sjálandi. Þannig þurfti Jacinda Ardern forsætisráðherra landsins að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Millane afsökunar á morði hennar. „Það er gríðarleg sorg og skömm vegna þess að þetta gerðist í landinu okkar, á stað þar sem gestrisni er okkar helsta stolt, okkar manaakitanga,“ sagði Ardern en manaakitanga er Maori-orðið fyrir að bjóða aðra velkomna. „Mig langar því að biðja fjölskyldu Grace afsökunar fyrir hönd nýsjálensku þjóðarinnar. Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér en hún var það ekki og það þykir mér miður.“ Í frétt BBC segir að réttarhöldin í málinu muni að öllum líkindum standa yfir í um mánuð.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15 Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03 „Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Verður ákærður vegna morðs á ungum bakpokaferðalangi 26 ára karlmaður verður ákærður vegna morðsins á breskum bakpokaferðalangi í Nýja-Sjálandi. Lík hinnar 22 ára gömlu Grace Millane hefur ekki fundist. 8. desember 2018 23:15
Yfirvöld á Nýja-Sjálandi ávíta Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ávítt internetrisann Google fyrir að birta nafn grunaðs morðingja og brjóta þannig lög um nafnleynd grunaðs einstaklings í landinu. 19. desember 2018 09:03
„Dóttir ykkar hefði átt að vera örugg hér“ Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, þurfti að halda aftur af tárunum þegar hún bað fjölskyldu Grace Millane afsökunar á því að hún hefði verið myrt á bakpokaferðalagi sínu um landið. 10. desember 2018 07:31