Á að vinna að útfærslu á sykurskatti Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 12:36 Aðgerðaáætlun Landlæknis gerir ráð fyrir 20 prósenta hækkun á sætum gosdrykkjum. Fréttablaðið/Heiða Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Í aðgerðaráætlun til að draga úr tíðni offitu frá Embætti landlæknis frá árinu 2013 er fyrsti punktur á blaði að beita sykurskatti. Nú í maí skilaði embættið aftur aðgerðaáætlun og þar er sykurskattur aftur efstur á blaði. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu segir rannsóknir sýna að ein áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni offitu sé að skattleggja óhollustu. „Og þá sérstaklega gosdrykki. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur bent á að hækkun þurfi að vera 20% svo það verði einhver raunveruleg breyting á hegðun.“ Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, segir sykurskattinn vera aftur kominn á dagskrá. Dóra segir sykurskatt nú aftur vera til skoðunar og það sé ánægjulegt að segja frá því að heilbrigðisráðherra hafi ákeðið að setja á fót hóp til að vinna að útfærslu á sykurskatti. Hún segir að sérstaklega þurfi að huga að gosdrykkjum og aðgengi að þeim. Rannsóknir sýni að aðgengi Íslendinga að sykruðum vörum sé mun betra en í nágrannalöndunum og jafnframt að Íslendingar eigi Norðurlandamet í sykurneyslu. Þá vill embættið að aðgengi að grænmeti og ávöxtum verði gert auðveldara og skattur afnuminn. Meiri fræðslu í skólana Hugmyndin hefur í mörg ár verið á borði landlæknis, og ráðherra í málaflokknum, án raunverulegra aðgerða. Ætli það breytist nú? „Ég hef trú á því að það sé verið að skoða þetta af alvöru núna. Við höfum einu sinni prófað sykurskatt en það var ekki hækkað nógu mikið og það var ekki með lýðheilsumarkmiði heldur einhverju öðru. Ég hef trú á að ef það verður gert núna verði það gert að lýðheilsusjónarmiði með því markmiði að óholla valið verði erfiðara,“ segir Dóra. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var í Bítinu á Bylgjunni í morgun að ræða umfjöllunarefni Kompáss á Vísi í gær. Þátturinn fjallar um offitu íslenskra barna, sem hefur aukist síðustu fimm ár. Katrín sagði ábendingar landlæknis góðar og sérstaklega þegar kemur að áherslu á heilsueflingu. Frístundastyrkir hafi einnig vegið þungt til að hvetja börn til hreyfingar. „En við þurfum að velta fyrir okkur matarræðinu, hvort það þurfi meiri fræðslu og umræðu inn í skólana,“ sagði Katrín og kom þá upp orðið heilsulæsi meðal þáttastjórnenda. Katrín tók undir mikilvægi þess. „Velferð barna er einn af grunnþáttum í aðalnámskrá svo það er ekkert sem mælir gegn því að það verði lögð meiri áhersla á þetta innan skólanna.“ Klippa: Bítið - Það þarf að koma heilsulæsi inn í menntakerfið
Börn og uppeldi Kompás Skattar og tollar Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir Embætti landlæknis ekki sópa offitu undir teppið Embætti landlæknis segir mikilvægt að nota aðferðir sem skaða sem minnst þegar kemur að forvörnum vegna offitu. Annað auki á jaðarsetningu enda séu fitufordómar ríkjandi á Íslandi. 4. nóvember 2019 21:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent