Seinni bylgjan: Þegar ÍBV var með peninga var gaman í Eyjum og enginn að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 11:32 Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24
Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn