Seinni bylgjan: Þegar ÍBV var með peninga var gaman í Eyjum og enginn að kvarta Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 11:32 Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær var rætt um ummæli Sigurðar Bragasonar, þjálfara kvennaliðs ÍBV, á mbl.is eftir 14 marka tap Eyjakvenna fyrir Valskonum, 14-29. Þar gagnrýndi Sigurður þróunina í kvennaboltanum og sagði að í fót-, hand- og körfubolta væru bara tvö lið sem væru langbest. Hann sagði að kvennasportið væri að verða leiðinlegt og það væri stelpunum að kenna. „Þetta er hundleiðinlegt og kvennasportið er að verða svo leiðinlegt, þetta er í fótboltanum og körfunni. Það eru alltaf öll lið í uppbyggingu, við erum í uppbyggingu núna, um leið og einhverjar geta þá eru þær farnar. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta sé rosalega skemmtilegt, það eru tveir úrslitaleikir í fótboltanum, Breiðablik og Valur. Í körfunni ertu með Val og KR sem eru einu leikirnir sem skipta máli, í handboltanum eru þetta Fram og Valur, hvað er gaman að þessu? Svo er bara talað um uppbyggingu endalaust, þetta eru stelpurnar, þær eru að búa til leiðinlegt mót, það er ekkert varið í þetta. Skemmtilegast í mótinu núna er 3.-8. sætið, þar eru jöfn lið. Síðan eru allar í landsliðinu í hinum tveimur liðunum,“ sagði Sigurður. Halldór Sigfússon og Guðlaugur Arnarsson voru nokkuð hissa á ummælum Sigurðar. „ÍBV er ekki með peninga núna en hefur verið með peninga og fengið fullt af leikmönnum og þá var gaman í Eyjum. Þá var enginn að kvarta,“ sagði Halldór. Guðlaugur segir að þessi umræða sé ekki ný af nálinni. „Það er verið að vísa í það að stelpur hafi ekki nægilega mikinn metnað til að fara í lakari lið og fá að spila á fullu. Þær vilji fara í betri lið, vera á bekknum og vinna titla. Þetta er mögulega réttmæt gagnrýni,“ sagði Guðlaugur og benti þó á að það væri kannski ekki rétt að láta þessi ummæli falla eftir 19 marka tap. Halldór segir að launin skipti leikmenn ekki öllu, þeir hafi t.d. mikið til þess hversu góð umgjörðin hjá liðunum sé. „Stelpur velja oft að fara í ákveðið lið út af þjálfara eða umgjörð. Ég veit að Fram borgar ekki best í kvennaboltanum en stelpur fara þangað út af umgjörðinni. Það er hugsað vel um þær. Líka hjá Val; þótt Valsararnir séu þekktir fyrir að borga núna eru ekkert allir leikmennirnir á svaka launum. Gústi [Ágúst Jóhannsson] er frábær þjálfari og umgjörðin er góð. Það er það sem margar stelpur leita eftir þegar þær skoða félögin,“ sagði Halldór. „Því miður er of mikill munur í kvennasportinu á milli félaga. Þetta er jafnara í karlasportinu,“ bætti Halldór. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24 Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Nítján marka sigur Vals í Eyjum Valur endurheimti toppsæti Olís-deildar kvenna með stórsigri á ÍBV, 14-29. 3. nóvember 2019 16:24
Seinni Bylgjan: Alvöru blásari og alvöru ástríða hjá Snorra Steini Tímabilið hefur ekki byrjað vel hjá Valsmönnum í Olís deild karla í handbolta og pressan hefur verið að aukast á Snorra Stein Guðjónsson þjálfara. Leikurinn á móti ÍR í síðustu umferð var lykilleikur í að snúa því við og það sáu Seinni bylgju menn á þjálfara Hlíðarendaliðsins. 5. nóvember 2019 10:00