Börn með offitu þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2019 19:00 Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónstu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma. Biðin geti reynst börnunum oft erfið og þá sé erfiðara að hjálpa þeim. Sex prósent íslenskra grunnskólabarna eru með offitu samkvæmt mælingum skólahjúkrunarfræðinga frá síðasta vetri og hefur börnum með offitu fjölgað mikið síðustu ár eins og Kompás fjallaði um í dag. Heilsuskóli Barnaspítala Hringssins er eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin. Tilvísun í skólann er unnin í samvinnu við skólahjúkrunarfræðinga eða heimilislækni. Þar eru kenndar aðferðir til að takast á við þyngdarstjórnun, börn og fjölskyldur þeirra fá ráðgjöf um mataræði og hreyfingu og sálrænann stuðningur veittur. Það komast 75 börn að í Heilsuskólanum og þrátt fyrir að plássunum hafi fjölgað nýlega hefur biðlistinn lengst. „Þó að við höfum bætt í og tekið við fleiri þá hefur biðlistinn verið að lengjast og núna er biðlistinn um það bil ár þegar við byrjuðum á þessu ári,“ segir Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. Rúmlega sjötíu börn eru nú á biðlista. „Eins og staðan er í dag ráðum við við svona einn fjórða af vandanum. Oft er það þannig að börn eru komin í verri stöðu en þau hefðu geta verið,“ segir Tryggvi Helgason. Meðalaldur barna í Heilsuskólanum er 11 ára. Oft reynist það börnunum erfitt að bíða eftir þjónustu að sögn Berglindar B. Brynjólfsdóttir, sálfræðings. „Þau upplifa það náttúrulega þannig að það sé ekki verið að hjálpa þeim að takast á við þennan vanda. Oft eru þau líka með annars konar vanda sem þarf að hjálpa þeim með, þau eru oft með kvíða, depurð og þetta bara eykur á vandann ef það er ekki tekist á við hann,“ segir Berglind. „Það er þannig að það er erfiðara að eiga við offitu barna þegar börn eru orðin eldri og því fyrr sem við getum byrjað sem læknar og foreldrar er auðveldara að eiga við vandann,“ segir Tryggvi. „Foreldrar tala oft um að það séu engin önnur úrræði og þau eru að spurja hvert get ég leitað ef ég kemst ekki að hér í ár og hvað á ég að gera á meðan,“ segir Berglind og er að tala um þá sem ekki komst að í Heilsuskólanum. Nýjustu tölurnar sýna að hlutfallslega eru talsvert fleiri börn með offitu á landsbyggðinni. Berglind og Tryggvi segja að þar sé úrræðaleysið hvað mest. „Það er stundum erfitt fyrir fólk úti á landi að komast hingað og eru heilsugæslustöðvarnar og heilbrigðisstofnanirnar þá það eina sem við getum vísað þeim í og þar er auðvitað mismikil þekking,“ segir Berglind.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Tengdar fréttir Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00 Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. 3. nóvember 2019 19:00
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna. 4. nóvember 2019 14:07
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“