Ítalska úrvalsdeildarliðið Brescia hefur rekið Eugenio Corini úr starfi sem þjálfara liðsins eftir 2-1 tap gegn Hellas Verona í Serie A í gær.
Corini tók við stjórnartaumunum hjá Brescia eftir nokkrar umferðir á síðustu leiktíð en þá var liðið í vandræðum í Serie B. Honum tókst að snúa genginu við og fagnaði Brescia sigri í B-deildinni fyrir fimm mánuðum síðan.
Gengi nýliðanna hefur ekki verið afleitt í upphafi tímabils en liðið hefur sjö stig eftir 10 umferðir og er í 18.sæti en á leik til góða á liðin í næstu sætum fyrir ofan.
Brescia kom flestum á óvart með því að vinna Serie B á síðustu leiktíð en þetta er í annað skiptið á síðustu fimmtán árum sem félagið leikur meðal þeirra bestu á Ítalíu.
Rekinn fimm mánuðum eftir að hafa komið liðinu óvænt upp
Arnar Geir Halldórsson skrifar
