Réðst á stjórnmálamann og beit af honum eyrað Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. nóvember 2019 18:58 Skjáskot úr myndbandi af árásinni. Hér sést árásarmaðurinn slíta sig lausan úr taki öryggisvarða, rétt áður en hann ræðst á Chiu. Skjáskot/twitter Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda. Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Talið er að lýðræðissinnaður stjórnmálamaður í Hong Kong hafi misst eyra, eða hluta þess, í árás í mótmælum á sjálfsstjórnarsvæðinu í dag. Myndbönd og myndir af árásinni hafa farið í töluverða dreifingu á samfélagsmiðlum. Varað er við einu slíku myndbandi sem finna má í fréttinni. Maðurinn heitir doktor Andrew Chiu og situr í héraðsstjórn í Hong Kong, samkvæmt fréttum erlendra miðla af málinu. Í myndböndum sem birt hafa verið á samfélagsmiðlum sést hann blóðugur eftir að hafa orðið fyrir árás. Í frétt Sky-fréttastofunnar segir að maður, vopnaður hnífi, hafi ráðist að Chiu eftir að til slagsmála kom á milli árásarmannsins og fjölskyldu, sem hafði nýlokið við kvöldverð í Cityplaza-verslunarmiðstöðinni í Hong Kong. Átökin brutust út vegna „pólitísks ágreiningsmáls“, að því er segir í frétt Sky. Ekki er ljóst hvernig Chiu blandaðist í átökin en vitni á vettvangi hafa lýst því hvernig árásarmaðurinn, sem talaði kínverska mállýsku sem ekki er töluð í Hong Kong, reifst hatrammlega við fólk áður en hann beitti hnífnum á a.m.k. tvo menn. Þá sýnir myndband af vettvangi hvernig öryggisverðir reyna að halda aftur af manninum, sem slítur sig lausan, ræðst að Chiu og bítur hann í eyrað. Árásarmaðurinn var síðar handtekinn. Myndband af árásinni má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við efni myndbandsins en í því sést hluti úr eyra Chiu liggja á jörðinni.WARNING NSFW (Violence, Ear on ground)Latest new footage from Taikoo - Here is the ear biting attack. He escapes from the security guard, runs in a circle, and bites his victim's ear off#StandWithHongKong #HongKongProtests pic.twitter.com/4XpMuu9iyJ— woppa (@Woppa1Woppa) November 3, 2019 Chiu hefur verið fulltrúi Taikoo Shing-svæðisins í héraðsstjórn Hong Kong síðan árið 2007 og er í framboði í kosningunum sem fara fram í sjálfsstjórnarhéraðinu í lok nóvember. Þá er hann stuðningsmaður aukins lýðræðis í Hong Kong. Á myndböndum á samfélagsmiðlum sést hvernig gert er að sárum Chiu og þá virðist sem hluta eyra hans hafi verið komið fyrir í plastpoka, sem honum er réttur. Joshua Wong, einn aðalforsprakki mótmælendanna í Hong Kong, fordæmdi árásina í færslu á samfélagsmiðlum í gær. „Vinstra eyra hans var bitið í tvennt á hrottalegan hátt. Ég fordæmi þessar ofbeldisfullu árásir, sem beinast sérstaklega að frambjóðendum.“ Mótmælaalda hefur riðið yfir þetta kínverska sjálfsstjórnarsvæði undanfarna mánuði og hafa mótmælendur meðal annars gagnrýnt meint vaxandi ítök Kommúnistaflokksins á svæðinu og krafist aukins lýðræði. Ekkert lát virðist vera á mótmælunum en kínversk fyrirtæki og stofnanir hafa undanfarna daga verið skotmörk mótmælenda.
Hong Kong Tengdar fréttir Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33 Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00 Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Fimmtán manna hópur Íslenska dansflokksins í iðu mótmæla í Hong Kong Hópurinn hefur ekki farið varhluta af mótmælunum sem hafa staðið í borginni undanfarna daga. 31. október 2019 13:33
Ekkert lát á mótmælum í Hong Kong Ekkert lát er á mótmælaöldunni í Hong Kong. Aðgerðarsinnar réðust í nótt að húnæði ríkissjónvarpsins í borginni og ollu þar miklum skemmdum. 2. nóvember 2019 19:00
Kína gagnrýnir meint afskipti af Hong Kong Stjórnvöld í Kína hétu því í dag að koma í veg fyrir meint afskipti annarra ríkja af Hong Kong. 1. nóvember 2019 18:45