Juventus vann nágrannaslaginn og fór á toppinn á ný Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 21:30 Ronaldo og félagar eru komnir aftur á toppinn vísir/getty Juventus endurheimti toppsæti Seria A deildarinnar með eins marks sigri á Torino í nágrannaslag í kvöld. Matthijs de Ligt gerði eina mark leiksins, það kom á 70. mínútu eftir sendingu Gonzalo Higuain inn í teiginn. Juventus var með yfirburði í leiknum en náði þó ekki að nýta sér þá frekar og varð mark de Ligt úrslitamarkið, lokatölur 1-0. Með sigrinum fer Juventus í 29 stig, stigi meira en Inter þegar bæði lið hafa leikið 11 leiki. Torino er hins vegar með 11 stig í 13. sæti. Ítalski boltinn
Juventus endurheimti toppsæti Seria A deildarinnar með eins marks sigri á Torino í nágrannaslag í kvöld. Matthijs de Ligt gerði eina mark leiksins, það kom á 70. mínútu eftir sendingu Gonzalo Higuain inn í teiginn. Juventus var með yfirburði í leiknum en náði þó ekki að nýta sér þá frekar og varð mark de Ligt úrslitamarkið, lokatölur 1-0. Með sigrinum fer Juventus í 29 stig, stigi meira en Inter þegar bæði lið hafa leikið 11 leiki. Torino er hins vegar með 11 stig í 13. sæti.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti