Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2019 19:00 Suso fagnar marki AC Milan í gær. EPA-EFE/MATTEO BAZZI Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Gamla stórveldið í ítalska fótboltanum, AC Milan, er þrettán stigum á eftir Juventus þegar 10 umferðir eru búnar af keppni í serie A. AC Milan vann Spal 1-0 í gærkvöldi, eina markið skoraði Spánverjinn Suso úr aukaspyrnu á 63. mínútu. Suso var í 5 ár hjá Liverpool og lék 14 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni. AC Milan vann Ítalíu meistaratitilinn fimm sinnum á tíunda áratug síðustu aldar og 18. titilinn fyrir 8 árum. Mílanó-liðið hefur tapað fimm af tíu leikjum sínum á leiktíðinni. Þrír leikir verða í deildinni á morgun, allir leikirnir verða sýndir beint á íþróttarásum Sýnar. Napoli fær Roma í heimsókn klukkan 14. Roma er í fjórða sæti með 19 stig, stigi á undan Napoli, sem er í sjötta sætinu. Piero Giacomelli, sem átti að dæma leikinn var settur í skammarkrókinn. Hann dæmdi leik Napoli og Atlanta á miðvikudaginn. Hann sleppti því að dæma víti á Atalanta og dæmdi jöfnunarmark Atalanta gott og gilt. Og til að bæta gráu ofan á svart rak hann knattspyrnustjóra Napoli, Carlo Ancelotti upp í stúku. Ancelotti þykir alla jafnan dagfarsprúður maður. Inter getur komist í 1. sætið um stund að minnsta kosti, Inter mætir Bologna á Renato Dall'Ara vellinum. Bolgna, sem er í 11. sæti vonast til þess að harðjaxlinn Gary Medel geti spilað en hann hefur misst af fimm síðustu leikjum vegna meiðsla. Grannaslagur Torínó og Juventus byrjar klukkan 19,45 annað kvöld. Tórínó er 15 stigum á eftir Juventus og þrýstingur er farinn að aukast á knattspyrnustjórann, Walter Mazzarri. Uppskeran í fimm síðustu leikjum er aðeins tvö stig. Juventus er eina liðið í 5 stærstu deildum Evrópu sem ekki hefur tapað í öllum keppnum í vetur. Cristiano Ronaldo var bjargvætturinn í vikunni þegar Juve vann Genoa 2-1. Tórínó hefur ekki riðið feitum hesti úr bardaga við Juventus í sere A, aðeins einn sigur í 26 síðustu leikjum liðanna. Juventus hefur unnið 19 þeirra. Ljósið í myrkrinu hjá Tórínó er sóknarmaðurinn, Andrea Belotti, sem er búinn að skora 11 mörk í 16 leikjum í öllum keppnum í vetur. Hann hefur þó ekki náð að skora í síðustu fjórum leikjum. Arnar Björnsson fór yfir stöðuna í ítalska boltanum og má sjá samantekt hans hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Dómarinn í skammakrókinn og leikir helgarinnar í ítalska boltanum
Ítalski boltinn Sportpakkinn Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira