Kynnir rannsókn á viðbrögðum leikmanna við mótlæti í leikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. nóvember 2019 15:00 Lionel Messi eltist við Alfreð í Moskvu síðasta sumar. Fréttablaðið/Eyþór Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Félagsfræðingurinn Viðar Halldórsson tekur til máls á Þjóðarspeglinum, ráðstefnu HÍ, í dag þar sem hann fjallar um áhrif liðsheildar og liðsanda og hversu langt það getur komið liðum í íþróttum. Erindi Viðars er byggt á rannsókn sem Viðar gerði út frá jafntefli Íslands og Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM síðasta sumar þar sem Ísland náði óvæntu jafntefli. „Það er merkilegt, í knattspyrnu er til alls konar tölfræði um leikinn, frammistöðumælingar, hlaupatölur og í raun hvað sem er en það er ekki til nein mæling á liðsanda. Það er svolítið það sem ég hef verið að benda á og rannsaka og byrja að mæla. Þetta er hluti af þeirri vinnu. Ég gerði þetta fyrst með silfurlið Íslands á Ólympíuleikunum 2008. Það var fátt sem benti til þess að þeir færu alla leið í Peking og þeir voru ekki efstir í tölfræðiþáttum um vörn, sókn, markvörslu á mótinu en eins og frægt er var andinn innan hópsins frábær og fleytti liðinu ansi langt,“ sagði Viðar í samtali við Fréttablaðið um hugmyndina að bak við rannsókninni. „Það er erfitt fyrir leikmenn að tala mikið saman inn á vellinum og þetta byggir á látbragði og hvernig við sendum skilaboð með líkama okkar. Í því samhengi skoðaði ég hvaða lið eru með mikið af jákvæðum skilaboðum á milli manna og hvaða lið eru með neikvæð. Þetta er ekkert sem hægt er að ákveða er fyrir fram heldur eitthvað sem birtist þegar á móti blæs inni á vellinum. Það hefur sýnt sig og sannað að þetta skiptir miklu máli, þegar illa gengur eru margir sem lúta höfði og fara hver í sitt horn og við það fjarar vonin út. Í öðrum liðum helst stemmingin og trúin á því að það sé hægt að gera betur og ná úrslitunum.“ Viðar skoðaði leik Íslands og Argentínu á HM ítarlega. „Þegar ég skoðaði leikinn sást hvað það skorti stemmingu í lið Argentínu og þeir virtust hálf slappir, Ísland var mun jákvæðara inni á vellinum. Það var allt neikvætt í fasi leikmanna Argentínu þegar þeir voru að eltast við sigurmarkið. Ef andinn innan hópsins hefði verið betri hefðu þeir eflaust náð sigurmarkinu. Sem fyrirliði var Messi með neikvætt látbragð stærstan hluta leiksins þegar Argentínu vantaði leiðtoga í þeim leik.“ Viðar segir næsta skref að færa þetta yfir til Englands. „Næsta verkefni mitt er að skoða leiki í ensku úrvalsdeildinni og prófa þessa kenningu áfram. “
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira