Tveimur gíslum Talibana sleppt úr haldi eftir rúm þrjú ár Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 11:47 Ashraf Ghani, forseti Afganistan, og þeir Timothy Weeks (efri) og Kevin King (neðri). Vísir/AP Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Talibanar hafa sleppt tveimur vestrænum gíslum sem hafa verið í haldi þeirra frá 2016. Það var gert í skiptum fyrir þrjá leiðtoga Talibana sem var sleppt var úr haldi ríkisstjórnar Afganistan. Gíslarnir tveir eru Kevin King frá Bandaríkjunum og Timothy Weeks frá Ástralíu. Talibanarnir sem um ræðir eru sagðir hafa verið fluttir úr landi í gær. Þeim var flogið til Katar. Bæði King og Weeks voru prófessorar í Bandaríska háskólanum í Kabúl, höfuðborg Afganistan og var þeim rænt fyrir utan skólann. Árið 2017 voru birt tvö myndbönd af þeim, þar sem þeir virtust horaðir og illna haldnir. Í kjölfar birtingar seinna myndbandsins var gerð tilraun til að frelsa þá úr haldi en þá voru þeir ekki á þeim stað sem sérsveitarmenn Bandaríkjanna réðust á.Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar biðu Talibanar með að sleppa þeim úr haldi þar til meðlimirnir þrír voru lentir í Katar.Ekki liggur fyrir hvort gíslarnir voru afhentir yfirvöldum í Afganistan, bandarískum hermönnum eða milliliðum og ekki er vitað hvar þeir eru nú. Ashraf Ghani, forseti Afganistan, tilkynnti skiptin í sjónvarpsávarpi í dag og sagði að um erfiða ákvörðun hafi verið að ræða. Hann væri þó viss um að hún væri í hag afgönsku þjóðarinnar. Vonast er til þess að með skiptunum verði hægt að endurræsa friðarviðræður og binda enda á 18 ára stríð í Afganistan og undirbúa það að allir hermenn Bandaríkjanna verði fluttir þaðan. Bandaríkin og Talibanar voru sagðir nálægt samkomulagi í september en mannskæðar árásir Talibana leiddu til þess að Donald Trump, forseti, sleit viðræðunum nokkrum dögum áður en forsvarsmenn Talibana áttu að ferðast til Camp David í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Sagði Trump hafa viljað horfa í augun á TalibönumTalibanar hafa ekki viljað ræða með beinum hætti við ríkisstjórn Afganistan og segja þá hana leppstjórn Bandaríkjanna. Meðal þeirra sem var sleppt er Anas Haqqani, sem leiðir svokallaða Haqqani Network deild Talibana. Sú deild er talin standa á bakvið fjölda mannskæðra árása gegn almennum borgurum á undanförnum árum.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira