Þú ert sætur Anna Claessen skrifar 19. nóvember 2019 09:30 „Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Claessen Ástin og lífið Tinder Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst?
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar