Þú ert sætur Anna Claessen skrifar 19. nóvember 2019 09:30 „Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Claessen Ástin og lífið Tinder Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
„Þú ert sætur.” Segi ég óvart við kúnna sem ég er að afgreiða. Ég ætlaði að segja eitthvað allt annað. Freudian slip. Ég roðna og biðst afsökunar. Hann er hinsvegar himinlifandi með hrósið. Auðvitað. Sæt stelpa að segja honum að hann sé sætur. Hvað er að því? Fyndið, því ég get sagt við stelpur að þær líti vel út en um leið og þetta eru strákar fer varnarkerfið í gang. „Guð, hvað ef hann heldur að ég sé að reyna við hann.” Í alvöru, ego! Hvað er að! Er þetta það versta sem getur gerst? Mega strákar ekki fá hrós líka? Nú er maður einhleypur og hefur kynnst glænýjum heimi tinder og samfélagsmiðla. Maður fær varla hæ, heldur typpamyndir í staðinn. Ekki það sem ég bað um en þetta er víst hvernig þeir segja hæ þar. Það vantar eiginlega mismunandi forrit fyrir gagnkynhneigða svo allir séu á sömu blaðsíðu. Þeir sem vilja skyndikynni fara þangað og þeir sem vilja fara á stefnumót og fara í samband fara á annað forrit. Ekki eru allir sem vilja kynnast einhverjum í gegnum forrit svo þau enda á að fara á bar til að kynnast fólki. En hvað ef maður drekkur ekki? Hvað ef maður vill ekki enda heim með einhverjum eftir drukkið kvöld? Ég hugsa þetta þegar ég sit í heita pottinum og sé röð af fallegum gaurum labba framhjá. Langar að segja eitthvað en þori ekki. Minnist þess þegar maður kynntist fyrsta kærastanum. Stelpa í bekknum kom til mín og sagði að honum fyndist ég sæt og hann vildi byrja með mér. Ég sagði já svo hún fór og sagði honum og svo vorum við saman. Auðvelt! Seinna kynntist maður kærustum í skólanum eða í gegnum vini. Vinátta varð að sambandi. Svo fór maður að drekka og þá kom Íslendingastefnumótahegðunin fram. Sofa hjá og svo sjá hvert það leiðir. Hvort er betra? Hvað er að því að segja hæ við einhvern sem þér finnst aðlaðandi? Hvað er það versta sem getur gerst?
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar