Lærdómar af nýlokinni undankeppni Hjörvar Ólafsson skrifar 19. nóvember 2019 16:30 Ísland fékk 19 stig af 30 mögulegum í undankeppninni. vísir/getty Ísland lauk leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir sigur gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppninnar er ljóst að 19 stig eru uppskeran sem er þriðji mesti stigafjöldi Íslands í sögunni. Hannes Þór Halldórsson lætur engan bilbug á sér finna. Einhverjir ræddu það fyrir undankeppnina hvort tími væri kominn til þess að veðja á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá íslenska liðinu. Hannes Þór hefur hins vegar sýnt það með frammistöðu sinni í undankeppninni að hann ætlar ekki að láta markmannsstöðuna af hendi á næstunni. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru ennþá okkar besta miðvarðarpar. Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson fengu tækifæri í undankeppninni en þegar mest lá við voru Kári og Ragnar í miðri vörninni og samvinna þeirra reyndist best. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 37 ára stendur Kári vaktina gríðarlega vel í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragnars er margrómuð og enga bresti að finna í því samstarfi. Meiðsli halda áfram að herja á leikmannahópinn en lykilleikmenn liðsins eru um þrítugt og meiðast oftar og í lengri tíma í senn. Þannig lék Aron Einar Gunnarsson ekki í síðustu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni, Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einungis í fjórum leikjum og Alfreð Finnbogason tók þátt í fimm leikjum. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson á ökkla í leiknum gegn Moldóvu. Ungir leikmenn sem vilja eiga áratuga langan feril hjá landsliðinu ættu að taka sér Grétar Rafn Steinsson til fyrirmyndar og einbeita sér að því að leika í stöðu hægri bakvarðar. Tími Birkis Más Sævarssonar sem lykilleikmanns hjá liðinu virðist vera liðinn. Hjörtur Hermannsson fékk sénsinn í kjölfar þess að Birkir Már datt út úr liðinu og Guðlaugur Victor Pálsson tók svo stöðu Hjartar í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Þessi staða virðist vera stysta leiðin í langan og gifturíkan landsliðsferil. Birkir Bjarnason er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið leystur undan samningi hjá Aston Villa í sumar og vera félagslaus fram á haustið hefur þessi fjölhæfi leikmaður átt góða leiki í undankeppninni. Birkir getur bæði leyst stöðu vinstri kantmanns, sitjandi miðjumanns og miðvallarleikmanns sem á að hlaupa vítateiga á milli með stakri prýði. Hann er taktískt sterkur og reynist liðinu alltaf vel. Birkir skoraði þrjú mörk í undankeppninni en hann hefur alls skorað 13 mörk fyrir liðið. Birkir er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru og þurfa að vera sveigjanlegri með leikkerfi en forverar þeirra í starfi. Þeir hafa bæði farið í þriggja manna varnarlínu og skipst á að vera með einn eða tvo framherja þegar þeir leika með fjögurra manna vörn. Meiðsli lykilleikmanna og andstæðingur sem leikið er við hverju sinni ræður því hvaða leikkerfi er notast við í hvert skipti. Skoða þarf hvort skipta eigi um vítaskyttu hjá liðinu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur brennt af fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið eftir að hafa skorað úr fyrstu spyrnum sínum fyrir liðið þar á undan. Gylfi Þór er sparkviss með eindæmum en þarf að taka sér tak ef þetta hlutverk verður ekki tekið af honum. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ísland lauk leik í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu karla síðastliðið sunnudagskvöld. Eftir sigur gegn Moldóvu í lokaumferð undankeppninnar er ljóst að 19 stig eru uppskeran sem er þriðji mesti stigafjöldi Íslands í sögunni. Hannes Þór Halldórsson lætur engan bilbug á sér finna. Einhverjir ræddu það fyrir undankeppnina hvort tími væri kominn til þess að veðja á Rúnar Alex Rúnarsson í markinu hjá íslenska liðinu. Hannes Þór hefur hins vegar sýnt það með frammistöðu sinni í undankeppninni að hann ætlar ekki að láta markmannsstöðuna af hendi á næstunni. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson eru ennþá okkar besta miðvarðarpar. Sverrir Ingi Ingason og Jón Guðni Fjóluson fengu tækifæri í undankeppninni en þegar mest lá við voru Kári og Ragnar í miðri vörninni og samvinna þeirra reyndist best. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 37 ára stendur Kári vaktina gríðarlega vel í hjarta varnarinnar og samvinna hans og Ragnars er margrómuð og enga bresti að finna í því samstarfi. Meiðsli halda áfram að herja á leikmannahópinn en lykilleikmenn liðsins eru um þrítugt og meiðast oftar og í lengri tíma í senn. Þannig lék Aron Einar Gunnarsson ekki í síðustu fjórum leikjum liðsins í undankeppninni, Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einungis í fjórum leikjum og Alfreð Finnbogason tók þátt í fimm leikjum. Þá meiddist Kolbeinn Sigþórsson á ökkla í leiknum gegn Moldóvu. Ungir leikmenn sem vilja eiga áratuga langan feril hjá landsliðinu ættu að taka sér Grétar Rafn Steinsson til fyrirmyndar og einbeita sér að því að leika í stöðu hægri bakvarðar. Tími Birkis Más Sævarssonar sem lykilleikmanns hjá liðinu virðist vera liðinn. Hjörtur Hermannsson fékk sénsinn í kjölfar þess að Birkir Már datt út úr liðinu og Guðlaugur Victor Pálsson tók svo stöðu Hjartar í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Þessi staða virðist vera stysta leiðin í langan og gifturíkan landsliðsferil. Birkir Bjarnason er svo sannarlega ekki dauður úr öllum æðum. Þrátt fyrir að hafa verið leystur undan samningi hjá Aston Villa í sumar og vera félagslaus fram á haustið hefur þessi fjölhæfi leikmaður átt góða leiki í undankeppninni. Birkir getur bæði leyst stöðu vinstri kantmanns, sitjandi miðjumanns og miðvallarleikmanns sem á að hlaupa vítateiga á milli með stakri prýði. Hann er taktískt sterkur og reynist liðinu alltaf vel. Birkir skoraði þrjú mörk í undankeppninni en hann hefur alls skorað 13 mörk fyrir liðið. Birkir er í áttunda sæti yfir markahæstu leikmenn liðsins frá upphafi en þar er hann jafn Þórði Guðjónssyni. Erik Hamrén og Freyr Alexandersson eru og þurfa að vera sveigjanlegri með leikkerfi en forverar þeirra í starfi. Þeir hafa bæði farið í þriggja manna varnarlínu og skipst á að vera með einn eða tvo framherja þegar þeir leika með fjögurra manna vörn. Meiðsli lykilleikmanna og andstæðingur sem leikið er við hverju sinni ræður því hvaða leikkerfi er notast við í hvert skipti. Skoða þarf hvort skipta eigi um vítaskyttu hjá liðinu en Gylfi Þór Sigurðsson hefur brennt af fjórum af síðustu sex vítum fyrir landsliðið eftir að hafa skorað úr fyrstu spyrnum sínum fyrir liðið þar á undan. Gylfi Þór er sparkviss með eindæmum en þarf að taka sér tak ef þetta hlutverk verður ekki tekið af honum.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira