Í Þýskalandi spila heimamenn gegn Norður-Írlandi. Norður-Írarnir voru lengi vel inni í riðlinum en þeir enda í 3. sætinu. Þjóðverjar eru nú þegar komnir á EM og taka toppsætið með sigri í kvöld.
Það verður allt undir í Wales. Heimamenn taka þar á móti Ungverjalandi en leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið verður með á Evrópumótinu næsta sumar.
Ungverjunum dugir jafntefli en allar skærustu stjörnur eru klárar í slaginn hjá Wales sem þarf þrjú stig og ekkert annað.
Eftir leiki kvöldsins verður svo markasyrpu þáttur með mörkunum úr öllum þeim tíu leikjum sem fara fram í undankeppninni í kvöld.
Beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér, á heimasíðu Stöðvar 2.
Beinar útsendingar í dag:
19.35 Þýskaland - Norður Írland (Stöð 2 Sport)
19.35 Wales - Ungverjaland (Stöð 2 Sport 2)
21.45 Undankeppni EM - mörkin (Stöð 2 Sport)