Fótbolti

Ronaldo segir Sarri hafa haft rétt fyrir sér

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Cristiano Ronaldo
Cristiano Ronaldo vísir/getty
Cristiano Ronaldo segir engin vandamál vera á milli sín og Maurizio Sarri, stjóra Juventus, og það hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim síðarnefnda að skipta sér af velli í tveimur leikjum í röð á dögunum.

Það vakti athygli þegar Ronaldo var skipt af velli gegn Lokomotiv Moskvu í Meistaradeildinni og svo aftur snemma í síðari í hálfleik gegn AC Milan í næsta leik á eftir í ítölsku úrvalsdeildinni á dögunum.

Ronaldo fór ekki leynt með vonbrigði sín yfir að hafa verið skipt af velli og raunar greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði yfirgefið leikvanginn áður en leiknum lauk.

Ronaldo svaraði fyrir þessa umræðu eftir leik Portúgals í Lúxemborg í gær.

„Á síðustu þremur vikum hef ég verið tæpur vegna meiðsla. Allir vita að ég er aldrei glaður með að vera skipt af velli en ég gerði ekkert rangt eftir að hafa verið skipt af velli. Ég var að reyna að hjálpa Juventus með að spila meiddur,“ segir Ronaldo áður en hann sendi létta pillu á fjölmiðla.

„Það vill enginn láta skipta sér útaf en ég skil ákvörðunina því ég var ekki heill í þessum tveimur leikjum. Ég var ekki 100%. Það varð ekkert ósætti. Þið búið það bara til,“ sagði Ronaldo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×