Fátt fær stöðvað Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum um þessar mundir en liðið lékk við hvurn sinn fingur í nótt þegar Atlanta Hawks var í heimsókn.
Lakers vann sinn ellefta sigur í deildinni og átti skærasta stjarna liðsins sinn þátt í þessum 21 stiga sigri, 122-101, þar sem LeBron James gerði 33 stig auk þess að gefa 12 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Hefur Lakers aðeins tapað tveimur leikjum til þessa.
Annað lið sem aðeins hefur tapað tveimur leikjum er Boston Celtics en annað tap þeirra kom í nótt þar sem liðið beið lægri hlut fyrir Sacramento Kings með minnsta mun, 100-99.
Celtics hafði unnið 10 leiki í röð þegar kom að leiknum í nótt en Buddy Hield átti stórleik fyrir heimamenn og gerði 35 stig.
Úrslit næturinnar
Cleveland Cavaliers 95-114 Philadelphia 76ers
Sacramento Kings 100-99 Boston Celtics
Orlando Magic 125-121 Washington Wizards
Memphis Grizzlies 114-131 Denver Nuggets
New Orleans Pelicans 108-100 Golden State Warriors
Los Angeles Lakers 122-101 Atlanta Hawks
LeBron frábær í enn einum sigri Lakers
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn



Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti



Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti

