Óttast blóðbað í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2019 22:50 Mótmælandi handtekinn í áhlaupi lögreglu. AP/Kin Cheung Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast. Hong Kong Kína Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum. Umfangsmiklir eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.Fyrr í kvöld særðist einn lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.Sjá einnig: Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brúNú er kominn morgunn í Hong Kong og hafa íbúar orðið varir við mikinn reyk bera frá skólanum.Massive plume of black smoke rising over #PolyU campus. #HongKongProtests#livepic.twitter.com/9HjQYlsmnm — Jeffrey Timmermans (@jtimmermans) November 17, 2019 Aukin harka hefur færst í mótmælin í Hong Kong sem beinast gegn stjórn sjálfstjórnarhéraðsins og kínverskum yfirvöldum. Upphaflega var stofnað til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps sem myndi heimila framsal fólks frá Hong Kong til kínverskra yfirvalda á meginlandinu. Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu. Stjórnvöld hafa síðan dregið frumvarp sitt til baka en mótmælin hafa haldið áfram, meðal annars með kröfum um lýðræðisumbætur og rannsókn á meintu lögregluofbeldi. Eins og áður segir hafa mótmælendur haldið til í skólanum um nokkurra daga skeið. Á þeim víggirtu þeir skólann og undirbjuggu hann fyrir atlögu lögregluþjóna. Fyrir innan inngang skólans höfðu mótmælendur sett upp skjólveggi. Í fyrstu höfðu þeir þó verið fyrir utan skólann en þegar lögreglan kom aftan að þeim flúðu mótmælendurnir inn í skólann af ótta við að lenda í gildru lögregluþjóna.Poly U entrance in flames as riot police try to storm in #HK#HongKongProtests#StandwithHongKongpic.twitter.com/egcKyS4X5j — James Pomfret (@jamespomfret) November 17, 2019 Reuters segir lögreglu búna að loka öllum vegum að skólanum. Þúsundir annarra mótmælenda og íbúa reyndu í kvöld að komast til skólans og hjálpa eða bjarga mótmælendunum sem eru umkringdir þar. Óttast er að umsátrið endi í blóðbaði.Þar eru fjölmargir mótmælendur sagðir vera með brunasár frá efnum sem eru í vatninu í vatnsbyssum lögreglu. Einn mótmælandi sagði Reuters að þau þyrftu að halda aftur af lögreglu til morguns og þá myndi aðstoð berast.
Hong Kong Kína Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira