Einkunnir eftir sigurinn á Moldóvu: Birkir bestur Íþróttadeild skrifar 17. nóvember 2019 21:30 Birkir var maður leiksins í Moldóvu. vísir/getty Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Ísland vann Moldóvu, 1-2, í Kísenev í lokaleik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020 í kvöld. Ísland endaði í 3. sæti riðilsins með 19 stig. Íslenska liðið fer í umspil um sæti á EM í mars á næsta ári. Það kemur í ljós á föstudaginn hverjum Ísland mætir í undanúrslitum umspilsins. Birkir Bjarnason, besti maður vallarins, kom Íslandi yfir á 17. mínútu eftir sendingu frá Mikael Neville Anderson. Staðan var 0-1 í hálfleik, Íslendingum í vil. Nicolae Milinceanu jafnaði fyrir Moldóvu á 56. mínútu en níu mínútum síðar skoraði Gylfi Þór Sigurðsson sigurmark Íslands. Hann klúðraði svo vítaspyrnu á 78. mínútu. Eins og áður sagði var Birkir bestur á vellinum. Mikael og Gylfi áttu einnig góðan leik. Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Moldóvar áttu nokkrar hættulegar fyrirgjafir sem Hannes greip af öryggi. Gat ekkert gert í markinu sem Milinceanu skoraði.Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður 5 Gaf Sergiu Platica alltof mikinn tíma á vinstri kantinum, m.a. í markinu. Bauð upp á lítið í sókninni.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 5 Vonbrigðaframmistaða hjá Sverri. Frekar óöruggur og illa staðsettur í markinu.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 6 Las leikinn vel og lék vel í fyrri hálfleik. Ekki nógu góður í þeim seinni og leit ekki vel út í dauðafærinu sem Vitalie Damascan fékk. Hefði líka getað gert betur í markinu.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 6 Allar bestu sóknir Íslands í fyrri hálfleik komu upp vinstri kantinn. Fékk mikinn tíma og pláss og nýtti það að mestu vel. Átti stóran þátt í fyrsta markinu. Minna áberandi í seinni hálfleik.Arnór Sigurðsson, hægri kantmaður 6 Var lítið í boltanum eins og gegn Tyrklandi en gerði vel í sigurmarkinu og fiskaði vítið.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 7 Skoraði sigurmarkið og hefði hæglega geta skorað fleiri mörk. Klúðraði vítaspyrnu í seinni hálfleik. Átti nokkrar hættulegar tilraunir eftir það.Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Skoraði og átti skot í slá og stöng. Var allt í öllu í íslenska liðinu meðan hann var inni á miðjunni. Færði sig út á vinstri kantinn eftir að Mikael fór af velli. Frábær í síðustu fjórum leikjunum í undankeppninni.Mikael Neville Anderson, vinstri kantmaður 7 Lagði upp markið fyrir Birki. Líflegur, vel spilandi og flinkur leikmaður. Fékk að finna fyrir því og þurfti á endanum að fara meiddur af velli.Jón Daði Böðvarsson, framherji 6 Nokkrir kröftugir sprettir en ekki ógnandi upp við markið. Betri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Átti þátt í öðru markinu.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 5 Fór meiddur af velli á 29. mínútu. Hafði lítið gert fram að því.Varamenn:Viðar Örn Kjartansson - 5 (Kom inn fyrir Kolbein á 29. mínútu) Komst í dauðafæri skömmu eftir að hann kom inn á en Alexei Koselev varði skot hans. Fyrirgjöf hans skapaði sigurmarkið.Samúel Kári Friðjónsson - 6 (Kom inn fyrir Mikael á 55. mínútu) Moldóva jafnaði skömmu eftir að Samúel kom inn á. Jafnaði sig fljótt á því og lét boltann ganga vel.Hörður Björgvin Magnússon - (Kom inn fyrir Birki á 87. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Sjá meira
Leik lokið: Moldóva - Ísland 1-2 | Gylfi tryggði Íslendingum sigur í Kísinev Ísland vann Moldóvu, 1-2, í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2020. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Íslendinga. 17. nóvember 2019 22:45