„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 18:00 Áslaug talaði fyrir breyttri stefnu í fíkniefnamálum í Víglínunni í dag. Stöð 2/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu. Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira