
Söknuður
Fyrir rúmri viku síðan hélt ég af stað, einn, í ferðalag, og það ekkert smá ferðalag. Áfangastaðurinn var Sydney og förinni því heitið alla leið hinum megin á hnöttinn. Dagurinn áður en ég fór af stað var mjög erfiður. Ég brotnaði niður heima þegar ég allt í einu áttaði mig á því að það væri komið að þessu, en ég vissi ekki af hverju. Ég var varla heill, né hálfur maður.
Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall. Sumarið var handan við hornið og sólin skein. Ég man að ég var mjög spenntur fyrir sumrinu. Þegar ég gekk inn heima að þá var enginn þar. Ég var svangur svo að ég fór inn í eldhús og fékk mér að borða. Ég fékk mér ristað brauð með smjöri, banana og osti – eins og mamma hafði kennt mér – og kakó með. Mamma hafði nefnilega einkar gott lag á því að að skera bananann niður á brauðið og afhenda mér það áður en brauðið var orðið kalt. Ég náði þessu sjaldan, eða aldrei, og gerði mér því að góðu kalt ristað brauð. Á meðan ég sat inni í eldhúsi að borða heyrði ég útidyrahurðina opnast og vissi sem var að pabbi væri að koma heim. Pabbi kemur inn í eldhús, á meðan ég er ennþá að borða, og ég sé strax að það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Hann segir mér að hann þurfi að tala við mig. Þarna var pabbi í þann mund að fara að segja 11 ára gamla stráknum sínum að mamma hans kæmi aldrei aftur heim af spítalanum.
Þegar 11 ára gamall strákur fær fréttir sem þessar kemur flóð tilfinninga. Flóð tilfinninga sem sumar hverjar 11 ára strákur hefur aldrei upplifað, og þá allavega ekki í þessu magni. Næstu daga var ég mikið inni á spítala með mömmu og var oft á tíðum erfitt að fá mig út af honum. Fjórum dögum síðar, þann 16. maí 2003, dó hún. Ég man að pabbi sat á rúmstokknum hjá mér þegar ég vaknaði heima hjá ömmu og afa og sagði mér að mamma væri dáin. Í minningunni voru viðbrögð mín lítil og í raun aðeins þau að ég bara vaknaði. Ég vaknaði og var staðráðinn í því að þetta myndi ekki brjóta mig. Staðráðinn í því að þetta myndi einmitt bara styrkja mig. Styrkja mig í þeirri vegferð að verða jákvæður, glaður og sterkur. En á sama tíma hafði sumarið, sem var handan við hornið aðeins örfáum dögum fyrr, horfið og í staðinn hafði þessi gríma tekið öll völd. Þegar tilfinningaflóðið reið yfir að þá virtist bara vera einn kostur, og sá kostur var að flýja flóðið. Koma mér í burtu. Og í þessu flóði var ein tilfinning ofboðslega fyrirferðarmikil. Svo fyrirferðarmikil að mér tókst ekki að flýja hana. Söknuðinn.
Þegar ég brotnaði niður daginn fyrir ferðalagið að þá var ég ekki að brotna niður af því að ég hræddist flugferðirnar, eða af því að ég hræddist það hvert ég var að fara. Ég hræddist fjarlægðina. Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar. Ég hvorki segi það upphátt né hugsa út í að það sé einu sinni möguleiki að sakna. Af því að einu sinni var söknuðurinn svo lengi og mér leið eins og ég gæti ekkert annað gert en að hætta að sakna.
Þegar nokkrir dagar höfðu liðið á dvöl mína hér í Sydney áttaði ég mig allt í einu á þessu, af hverju ég hafði brotnað niður. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var að lenda á enn einni hraðahindruninni á ferðalaginu mínu. Hindrun sem ég hafði komist hjá þar til núna. En allt í einu var ég á leiðinni hinum megin á hnöttinn og upp blossaði þessi hræðilega tilfinning. Þessi hræðilega tilfinning að sakna. Og reynsla mín af þessari tilfinningu er sú að hún fer ekki. Og það eina sem ég gæti gert væri að flýja hana.
En svo mundi ég. Tilfinningarnar okkar, góðar eða erfiðar, eru eins og öldur. Öldurnar koma yfir, þær eru misstórar og geta jafnvel komið mjög hratt yfir, en á endanum þá fara þær alltaf. Það er engin alda sem varir að eilífu og það nákvæmlega sama gildir um tilfinningarnar okkar. Það nákvæmlega sama gildir um söknuðinn sem ég hræddist svo mikið.
Þegar söknuðurinn hellist yfir þá finnst manni maður oft varla heill né hálfur maður. Og manni finnst maður óskaplega ósjálfbjarga. Og það er oft mjög erfitt að sakna. En ég mun alltaf sakna mömmu, það er ekkert sem mun breyta því. Ég sakna þess að fá heitt ristað brauð frá mömmu. Ég sakna þess að geta ekki knúsað hana þegar mér líður illa. En söknuðurinn kemur og fer. Ég mun sakna fólksins sem ég elska þegar ég fer í ferðalög, hvort sem það er hinum megin á hnöttinn eða ekki. En söknuðurinn mun ekki vara að eilífu. Allt í einu fann ég að það var allt í lagi að sakna. Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna.
Skoðun

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi
Jón Kaldal skrifar

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar