Ísland er komið í umspil um sæti á EM 2020. Þetta var endanlega ljóst eftir að Þýskaland, Holland og Króatía tryggðu sér sæti á EM í kvöld.
Í umspilinu verða, auk Íslands, þrjú lið úr B- og C-deild Þjóðadeildarinnar.
Dregið verður í umspilið á föstudaginn kemur. Undanúrslitaleikirnir í umspilinu fara fram 26. mars 2020 og úrslitaleikurinn fimm dögum síðar. Sigurvegarinn í úrslitaleiknum kemst á EM.
Ljóst er að Ísland fær heimaleik í undanúrslitunum en það kemur í ljós á föstudaginn hvar úrslitaleikurinn fer fram.
Hægt er að fræðast meira um EM-umspilið með því að smella hér.
Umspilið fyrir EM, sem og lokakeppnin sjálf, verður sýnt á Stöð 2 Sport.
Ísland komið í EM-umspilið

Tengdar fréttir

Holland aftur á stórmót
Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld.

Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020
Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars.

Dregið í EM-umspilið eftir viku
Það ræðst 22. september næstkomandi hvaða liði Ísland mætir í umspil um sæti á EM 2020.

Hazard-bræðurnir sáu um Rússa
Belgía vann 1-4 sigur á Rússlandi í uppgjöri efstu liða I-riðils undankeppni EM 2020.