Í beinni í dag: Undankeppni EM og tveir leikir í NFL Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2019 06:00 Sterling, Haukur og Brady verða í beinni í dag. vísir/getty/vilhelm Níu beinar útsendingar verða á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá fótbolta, handbolta, golfi, Formúlu 1 og NFL. Þrír leikir í undankeppni EM 2020 verða sýndir beint og þá verður leikur Moldóvu og Íslands sýndur klukkan 23:00. Serbía verður að vinna Úkraínu til að eiga möguleika á að komast upp úr B-riðli og treysta á að Lúxemborg geri Portúgal grikk á sama tíma. England sækir Kósóvó heim í lokaleik sínum í A-riðli. Englendingar tryggðu sér sæti á EM með 7-0 sigri á Svartfellingum á fimmtudaginn. England vann fyrri leikinn gegn Kósóvó, 5-3. Þá tekur Albanía á móti heimsmeisturum Frakklands í H-riðli sem Ísland er í. Frakkar eru komnir á EM og eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Albanir geta endað í 3. sæti ef þeir vinna Frakka og Íslendingar tapa fyrir Moldóvum. Íslandsmeistarar Selfoss taka á móti Fram í Olís-deild karla. Selfyssingar eru í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig en Framarar í því níunda með sjö stig. Brasilíukappaksturinn, næstsíðasta keppni ársins í Formúlu 1, fer fram í dag. Max Verstappen á Red Bull verður á ráslínu. Sýnt verður frá tveimur golfmótum í dag; Nedbank Golf Challenge á Evrópumótaröðinni og Mayakoba Golf Classic á PGA-mótaröðinni. Þá verða tveir flottir leikir í NFL-deildinni sýndir. Houston Texans tekur á móti Baltimore Ravens og Tom Brady og félagar í New England Patriots sækja Philadelphia Eagles heim.Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá hér.Beinar útsendingar í dag: 07:00 Nedbank Golf Challenge, Golf 13:50 Serbía - Úkraína, Sport 16:50 Kósóvó - England, Sport 16:50 Formúla 1 Brasilía, Sport 2 17:55 Baltimore Ravens - Houston Texans, Sport 4 19:00 Mayakoba Golf Classic, Golf 19:20 Selfoss - Fram, Sport 3 19:35 Albanía - Frakkland, Sport 21:20 Philadelphia Eagles - New England Patriots, Sport 2 21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport 23:00 Moldóva - Ísland, Sport EM 2020 í fótbolta Formúla Golf NFL Olís-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Níu beinar útsendingar verða á sportrásum Stöðvar 2 í dag. Sýnt verður beint frá fótbolta, handbolta, golfi, Formúlu 1 og NFL. Þrír leikir í undankeppni EM 2020 verða sýndir beint og þá verður leikur Moldóvu og Íslands sýndur klukkan 23:00. Serbía verður að vinna Úkraínu til að eiga möguleika á að komast upp úr B-riðli og treysta á að Lúxemborg geri Portúgal grikk á sama tíma. England sækir Kósóvó heim í lokaleik sínum í A-riðli. Englendingar tryggðu sér sæti á EM með 7-0 sigri á Svartfellingum á fimmtudaginn. England vann fyrri leikinn gegn Kósóvó, 5-3. Þá tekur Albanía á móti heimsmeisturum Frakklands í H-riðli sem Ísland er í. Frakkar eru komnir á EM og eru með tveggja stiga forskot á toppi riðilsins. Albanir geta endað í 3. sæti ef þeir vinna Frakka og Íslendingar tapa fyrir Moldóvum. Íslandsmeistarar Selfoss taka á móti Fram í Olís-deild karla. Selfyssingar eru í 4. sæti deildarinnar með ellefu stig en Framarar í því níunda með sjö stig. Brasilíukappaksturinn, næstsíðasta keppni ársins í Formúlu 1, fer fram í dag. Max Verstappen á Red Bull verður á ráslínu. Sýnt verður frá tveimur golfmótum í dag; Nedbank Golf Challenge á Evrópumótaröðinni og Mayakoba Golf Classic á PGA-mótaröðinni. Þá verða tveir flottir leikir í NFL-deildinni sýndir. Houston Texans tekur á móti Baltimore Ravens og Tom Brady og félagar í New England Patriots sækja Philadelphia Eagles heim.Allar upplýsingar um beinar útsendingar og dagskrá sportrásanna má sjá hér.Beinar útsendingar í dag: 07:00 Nedbank Golf Challenge, Golf 13:50 Serbía - Úkraína, Sport 16:50 Kósóvó - England, Sport 16:50 Formúla 1 Brasilía, Sport 2 17:55 Baltimore Ravens - Houston Texans, Sport 4 19:00 Mayakoba Golf Classic, Golf 19:20 Selfoss - Fram, Sport 3 19:35 Albanía - Frakkland, Sport 21:20 Philadelphia Eagles - New England Patriots, Sport 2 21:45 Undankeppni EM mörkin, Sport 23:00 Moldóva - Ísland, Sport
EM 2020 í fótbolta Formúla Golf NFL Olís-deild karla Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira