Trump náðar hermenn sakaða um og dæmda fyrir stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2019 19:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019 Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Hvíta húsið tilkynnti í gærkvöldi að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði gripið inn í mál þriggja hermanna sem hafa verið sakaðir og jafnvel dæmdir fyrir stríðsglæpi. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna voru hins vegar á móti aðgerðunum. Trump veitti tveimur mönnum fulla náðun og felldi niður stöðulækkun annars. Forsetinn hringdi í mennina þrjá í gærkvöldi og tilkynnti þeim þessar vendingar. Um er að ræða þá Clint Lorance, fyrrverandi liðsforingi í hernum sem dæmdur var í 19 ára fangelsi fyrir að myrða tvo almenna borgara í Afganistan. Hann skipaði mönnum sínum að skjóta á þrjá menn á mótorhjóli í Afganistan í Júlí 2012.Hann fékk fulla náðun. Þá fékk Mathew L. Golsteyn einnig fulla náðun en hann hafði verið ákærður fyrir að myrða óvopnaðan Afgana sem hann taldi vera sprengjusmið og taldi hann að maðurinn bæri ábyrgð á dauða tveggja landgönguliða. Hann sagði frá morðinu í atvinnuviðtali hjá Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Mathew Golsteyn ásamt lögmanni sínum.AP/Andrew Craft Þar að auki sneri Trump við stöðulækkun Edward Gallagher, sem var sýknaður af morðákærum fyrr á árinu en dæmdur fyrir að stilla sér upp fyrir mynd með líki ISIS-liða sem hann var sakaður um að hafa myrt og lækkaður í tign. Áður en úrskurðað var í máli Gallagher bárust fregnir af því að Trump íhugaði að náða hann og fleiri hermenn sem sakaðir hafa verið um stríðsglæpi. Í tilfellum Gallagher og Lorance komu ásakanirnar gegn þeim báðum frá undirmönnum þeirra. Sjá einnig: Sagður ætla að náða hermenn sem sakaðir eru um stríðsglæpi Þingmenn Repúblikanaflokksins og aðrir áhrifamiklir íhaldsmenn í bandarískum fjölmiðlum eins og Fox hafa lýst mönnunum þremur sem hetjum og segja ákærurnar gegn þeim ósanngjarnar. Þær byggi á ákvörðunum sem hafi verið teknar í hita leiksins í miðjum átökum, samkvæmt frétt New York Times. Í tilkynningu Hvíta hússins segir að það falli á herðar forsetans að tryggja að lögum Bandaríkjanna sé framfylgt og hvenær það sé við hæfi að sýna miskunn. Með þessum aðgerðum sínum vilji Trump veita hermönnum Bandaríkjanna það sjálfstraust sem þeir þurfi þegar þeir berjast fyrir Bandaríkin. Forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna hafa þó, samkvæmt fjölmiðlum ytra, barist gegn því að mennirnir þrír verði náðaðir og segja að það muni grafa undan réttarkerfum heraflans. Þeirra á meðal er til dæmis Mark Esper, varnarmálaráðherra. Forsvarsmenn sjóhersins komust fyrst á snoðir um aðgerðir Trump varðandi Gallagher, sem tilheyrði sérsveitum sjóhersins, þegar þeir heyrðu af þeim í fréttum Fox News. Blaðamenn New York Times ræddu við sérfræðina sem segjast ekki vita til nýlegra fordæma um að forseti Bandaríkjanna hafi náðað hermenn fyrir ofbeldisglæpi sem þessa. Eina undantekningin sé náðun Trump frá því í maí, þegar hann náðaði hermann sem var sakfelldur fyrir að taka írakskan fanga af lífi. Trump endurtísti þessu tísti í dag. Þar má sjá Clint Lorance koma úr fangelsi eftir að hafa setið inni í sex ár. “Army 1st Lt. Clint Lorance, one of two U.S. Army officers granted clemency Friday by POTUS Trump, was released from prison in Kansas on Friday night & reunited w/ family members.” ➡️https://t.co/SjeGn8CnoP Below, Clint reunites w/ family, after 6yrs (19yr sentence) in prison. pic.twitter.com/dpoSwanojS— Dan Scavino (@DanScavino) November 16, 2019
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Írak Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira