Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 15:39 Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur ungmenna síðustu ár. Fréttablaðið/Stefán Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira