Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2019 19:35 Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson var vitanlega svekktur með niðurstöðuna eftir jafntefli Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020 í kvöld. Það þýðir að Ísland á ekki möguleika á að komast úr undankeppninni og verður að treysta á umspil í mars. „Við vorum ekkert langt frá þessu í kvöld. Leikskipulagið gekk nokkuð vel upp. Við vorum inni í þessu fram á síðustu mínútu og það var það sem við vildum,“ sagði Gylfi við Óskar Ófeig Jónsson í Istanbúl í kvöld. „Þetta var grátlega nálægt fyrir okkur. Höddi átti skallann sem var varinn á línu. En Tyrkir hafa verið mjög góðir í þessari undankeppni og eiga þetta skilið.“ Gylfi segir að upplegg þjálfaranna hafi gengið nokkuð vel upp, þó svo að meiðsli Alfreðs og Arnórs Ingva hafi sett strik í reikninginn. Báðir fóru meiddir af velli. „Það riðlaði aðeins skipulaginu en þeir sem komu inn stóðu sig vel. Við ætluðum okkur að halda núllinu og setja pressu á þá í lokin - sú pressa hefði jafnvel mátt koma aðeins fyrr.“ Fram undan er umspil fyrir EM 2020 sem fer fram í mars. Þar verður Ísland nánast örugglega meðal þátttökuliða. „Það er okkar eini séns núna og verður allt lagt í það. Lítið hægt að segja annað. Við ætlum að ná í þrjú stig á sunnudag og bíðum svo spenntir eftir næsta mótherja.“ Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins, að minnsta kosti. „Við höfum verið sterkir á heimavelli og vonandi nýtum við okkur það og fáum svo annan heimaleik. Breiddin í hópnum er að verða betri, ungir leikmenn eru að koma inn og standa sig vel. Vonandi eru bara jákvæðir tímar fram undan og vonandi verður mars skemmtilegur mánuður fyrir okkur.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Leik lokið: Tyrkland - Ísland 0-0 | Íslendingar verða að fara Krýsuvíkurleiðina Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26