Upphitun: Leclerc fær tíu sæta refsingu í Brasilíu Bragi Þórðarson skrifar 15. nóvember 2019 07:00 Brasilísku aðdáendurnir elska Formúlu 1. Vísir/Getty Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2. Formúla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Brasilíski kappaksturinn fer fram um helgina og er næstsíðasta umferðin í Formúlu 1 í ár. Enn er hörkuslagur um þriðja sætið í stigakeppni ökuþóra. Aðeins 19 stig skilja að þrjá ökumenn í slagnum um þriðja sætið í heimsmeistaramótinu. Lewis Hamilton og Valtteri Bottas eru nú þegar búnir að tryggja sér fyrsta og annað sætið og Mercedes tryggði sér liðatitilinn í Japan. Charles Leclerc situr í þriðja sætinu, 19 stigum á undan liðsfélaga sínum og fjórfalda heimsmeistaranum, Sebastian Vettel. Á milli þeirra er Red Bull ökuþórinn Max Verstappen. Um mitt tímabil leit út fyrir að Verstappen væri sá eini sem gat ógnað Mercedes ökuþórunum en fjöldi refsinga fyrir að skipta um vélar eftir sumarfrí þýddi að Max átti aldrei möguleika. Verstappen sigurstranglegurSamstuð við Occon gerði út um sigurvonir Verstappen í fyrraGettyÍ fyrra var það ungi Hollendingurinn sem var í algjörum sérflokki á Interlagos brautinni í Sao Paulo. Hann leiddi örugglega en lenti í samstuði við að hringa Esteban Occon og féll Verstappen niður í annað sætið á eftir Lewis Hamilton. Rétt eins og síðastliðin tvö ár kemur Hamilton til Brasilíu sem nýkrýndur heimsmeistari. Lewis hefur í tvígang unnið þar í landi en af núverandi ökumönnum er það Sebastian Vettel sem á flesta sigra á Interlagos, þrjá talsins. Charles Leclerc á góðan möguleika á fá fleiri stig en liðsfélagi sinn á sínu fyrsta tímabili með Ferrari. Þó verður það ekki auðvelt fyrir unga Mónakó búann þar sem hann mun fá tíu sæta refsingu á ráspól í Brasilíu. Ástæða þess er að Ferrari þurfti að skipta um vél í bíl Leclerc eftir bandaríska kappaksturinn og er Charles því búinn með allar þær vélar sem leyfilegt er að nota á einu tímabili. Það verður því ansi áhugavert að fylgjast með hinum 22 ára Leclerc skjótast í gegnum flotann á sunnudaginn en kappaksturinn hefst klukkan 16:50 á sunnudag í beinni á Stöð 2 Sport 2.
Formúla Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira