Kallaður „Helvítið“ og átti einu sinni heimsmet í hávaða Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:00 Það verða til rosaleg læti á Türk Telekom leikvanginum. Getty/Ulrik Pedersen Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Íslensku landsliðsmennirnir hafa örugglega aldrei spilað áður við jafnmikla öfga aðstæður og þegar þeir mæta Tyrkjum í kvöld í leik upp á líf eða dauða í undankeppni EM 2020. Türk Telekom leikvangurinn eða Ali Sami Yen Spor Kompleksi er nefnilega enginn venjulegur heimavöllur. Því fá íslensku strákarnir að kynnast á eigin skinni og eigin hljóðhimnum á fimmtudagskvöldið. Þessi heimavöllur Galatasaray er ekki bara innan við tíu ára gamall og tekur yfir 52 þúsund manns í sæti. Hann hefur einnig átt sæti í heimsmetabók Guinness þótt að hann eigi ekki heimsmetið lengur. Í marsmánuði árið 2011, þegar leikvangurinn var glænýr, mældist hávaðinn á vellinum í 131.76 desíbelum sem tryggði sér með því sess í heimsmetabók Guinness því aldrei áður hafði mælst meiri hávaði á íþróttaleikvangi. Tvö bandarísk NFL-lið hafa síðar tekið metið af Tyrkjunum, fyrst féll það á CenturyLink Field, heimavelli Seattle Seahawks og svo á Arrowhead Stadium, heimavelli Kansas City Chiefs. Þessir bandarísku vellir hafa skipst á að bæta metið en Arrowhead á það núna eftir að hávaðinn á leik Kansas City Chief liðsins í september 2014 mældist 142.2 desíbel. Það er ekki síst vegna hávaðans sem Türk Telekom Stadium hefur verið kallaður „Helvítið" en það á líka rætur sínar að rekja til gamla heimavallar Galatasaray, sem var rifinn eftir að sá nýi var byggður. Gamli völlurinn Ali Sami Yen var við það hrynja undir það síðasta. Hljóðhimnurnar voru því ekki aðeins í hættu heldur einnig áhorfendur. Galatasaray ákvað því að selja dýrmætt landsvæði sem Ali Sami Yen stóð á og staðinn var nýr völlur byggður norðar í borginni.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira