Gylfi vill sjá nýja menn nýta tækifærið sem þeir fá gegn Tyrkjum Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar 14. nóvember 2019 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið í forföllum Arons Einars Gunnarssonar. Getty/Anthony Dibon Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima) EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið verður án tveggja lykilmanna í leiknum mikilvæga á móti Tyrkjum annað kvöld en eins og allir vita þá eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson báðir frá vegna meiðsla. Gylfi Þór Sigurðsson leggur áherslu á það að þeir leikmenn sem kom inn í liðið fyrir þá Aron Einar og Jóhann Berg þurfi að líta á þetta sem frábært tækifæri til að sýna sig og sanna. „Þetta er mjög gott tækifæri fyrir þá að sýna að þeir eigi skilið sitt sæti í liðinu. Þetta er frábær leikur að koma inn því það er mikil stemmning og mikil læti á vellinum. Það er bara jákvætt fyrir þá að fá tækifæri núna og vonandi að þeir nýti sér það,“ sagði Gylfi. Íslenska liðið fékk minni tíma til að undirbúa sig en áður en Gylfi hefur ekki áhyggjur af því. „Flestir af okkur hafa verið saman í mörg mörg ár. Þótt við spilum á fimmtudegi eða föstudegi þá skiptir það litlu máli. Við erum ekki að breyta neinu þannig séð því þetta eru sömu hlutir og við höfum gert, síðustu fimm, sex, sjö ár. Ég held að það hafi engin áhrif á okkur,“ sagði Gylfi. Það leynir sér samt ekki að mikilvægi þeirra Arons Einars og Jóhanns Berg er mikið. Íslenska liðið hefur nefnilega unnið alla þrjá leiki sína í þessari undankeppni þar sem þeir hafa báðir verið með.Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem Aron Einar og Jóhann Berg hafa báðir byrjað: 2-0 sigur á Andorra (úti) 1-0 sigur á Albaníu (heima) 2-1 sigur á Tyrklandi (heima)Leikir í undankeppni EM 2020 þar sem það hefur vantað annan eða báða: 4-0 tap fyrir Frakklandi (úti) 3-0 sigur á Moldóvu (heima) 4-2 tap fyrir Albaníu (úti) 1-0 tap fyrir Frakklandi (heima) 2-0 sigur á Andorra (heima)
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira