Tyrkir hafa verið magnaðir í þessari undankeppni og nánast fullkomnir á heimavelli. Þetta verður fimmti heimaleikur Tyrkja í keppninni en þeir hafa unnið hina fjóra án þess að fá á sig mark.
2-0 sigur á Frökkum í mars stendur vissulega upp úr en þá hafði tyrkneska landsliðið þegar unnið 4-0 heimasigur á Moldóvu.
Tveir síðustu heimaleikir hafa reyndar unnist með minnsta mun eftir mark á lokamínútunum.
Cenk Tosun tryggði Tyrkjum 1-0 sigur á Albaníu með marki á 90. mínútu í október og mánuði áður skoraði varamaðurinn Ozan Tufan eina markið í sigri á Andorra með marki á 89. mínútu leiksins.
Tyrkir hafa alls fengið á sig þrjú mörk í leikjunum átta en það eru aðeins þrjár þjóðir í allir undankeppninni sem hafa fengið á sig færri.
Belgar hafa aðeins fengið á sig eitt mark en mótherjar nágrannanna Úkraínu og Póllands hafa skorað tvö mörk. Tyrkir eru með Ítalíu í 4. til 5. sæti yfir bestu varnir undankeppninnar til þessa.
Heimaleikir Tyrkja í undankeppni EM 2020:
4-0 sigur á Moldóvu
2-0 sigur á Frakklandi
1-0 sigur á Andorra
1-0 sigur á Albaníu
Fæst mörk fengin á sig í riðlinum
3 - Tyrkland
5 - Frakkland
10 - Ísland
10 - Albanía
16 - Andorra
22 - Moldóva
Fæst mörk fengin á sig í undankeppni EM 2020:
1 - Belgía
2 - Úkraína
2 - Pólland
3 - Tyrkland
3 - Ítalía
4 - Írland
4 - Rússland
5 - Sviss
5 - Danmörk
5 - Frakkland
5 - Spánn
6 - England
6 - Portúgal
6 - Þýskaland
6 - Króatía
6 - Wales
Hafa ekki enn fengið á sig mark á heimavelli í undankeppninni
Óskar Ófeigur Jónsson í Istanbul skrifar

Mest lesið


Svona var blaðamannafundur Arnars
Fótbolti


Aron Einar með en enginn Gylfi
Fótbolti

Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR
Íslenski boltinn


Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“
Íslenski boltinn


Hörður kominn undan feldinum
Körfubolti

Fleiri fréttir
