Sportpakkinn: Sex komin á EM 2020 og fimm gætu bæst í hópinn annað kvöld Arnar Björnsson skrifar 13. nóvember 2019 17:15 Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands. vísir/getty Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Englendingar geta tryggt sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins í fótbolta annað kvöld með sigri á Svartfjallalandi á Wembley. Þegar 2 umferðir eru eftir eru Englendingar með 14 stig, Tékkar 12 og Kósóvómenn 11. Tékkar fylgja þeim í úrslitakeppnina með sigri á Kósóvó. Ekki eru allir ensku landsliðsmennirnir sammúla um það hvernig þjálfarinn Gareth Southgate tók á deilum Raheem Sterling og Joe Gomez. Þeir félagar áttu einhverjar sakir óuppgerðar frá leik Liverpool og Manchester City í deildinni um helgina. Sterling gékk í skrokk á Gomez þannig að það sá á Liverpool-manninnum. Southgate henti Raheem Sterling út úr hópnum. Harry Kane og Raheem Sterling eru báðir búnir að skora 8 mörk í undankeppninni, aðeins Rússinn Artem Dzyuba og Ísraelsmaðurinn, Eran Zahavi, eru búnir að skora fleiri mörk í keppninni, Zahavi 11 og Dzyuba 9. Sterling er auk þess búinn að leggja upp 6 mörk í keppninni eins og Frakkinn Antoine Grizeman, aðeins Hollendingurinn Memphis Depay hefur átt fleiri stoðsendingar, 7 talsins. Joe Gomez er sagður hafa beðið þjálfarann um að halda Sterling í hópnum líkt fleiri í landsliðsmenn. Þeir vildu að málið yrði leyst innan hópsins. Svo er að sjá hvernig Englendingum gengur í þúsundasta landsleiknum. Leikur Englands og Svartfjallands byrjar klukkan 19.45 annað kvöld og hann er sýndur á Stöð 2 sport. „Ég vil ekki tjá mig um atvikið, það græðir enginn á því að ræða þetta mál meira,“ sagði Southgate á blaðamannafundi í gær. „Ég þarf að skera úr um hvað er best fyrir hópinn. Stundum er það erfitt en ég reyni að vera sanngjarn við þá alla en það gengur stundum ekki. En ég er þjálfarinn og tók þá ákvörðun um að Sterling spili ekki. Hann er mikilvægur leikmaður en ég taldi þetta bestu niðurstöðuna“. Úkraínumenn tryggðu sér sæti í B-riðlinum með sigri á Portúgölum í síðasta mánuði. Þeir hafa ekki tapað, unnið 7 leiki og gert 1 jafntefli. Andriy Shevchenko sýnir að hann er ekki síðri þjálfari en leikmaður. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum og eftir að hann tók við þjálfarastarfinu fyrir þremur árum hafa Úkraínumenn blómstrað undir hans stjórn. Úkraína á einn leik eftir, gegn Serbum í Serbíu á sunnudag. Portúgal, sem tryggði sér sigur í Þjóðardeildinni, reyna að halda í annað sætið. Þeir mæta Litháum á heimavelli annað kvöld og Lúxemborgurum á útivelli á sunnudag. Mótherjar þeirra eiga ekki möguleika lengur, Lúxemborg er með 4 stig en Litháen 1. Klippa: Sportpakkinn: EM-leikir
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira