Opinberar vitnaleiðslur í rannsókninni á Trump hefjast í dag Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2019 12:45 Vitni verða leidd fyrir nefndir fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í rannsókn á mögulegum embættisbrotum Trump í dag. AP/Jacquelyn Martin Tveir embættismenn bandarísku utanríkisþjónustunnar verða þeir fyrstu sem bera vitni opinberlega í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Hægt verður að fylgja með vitnisburði þeirra í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 15:00. Rannsóknin á því hvort að Trump hafi misbeitt valdi sínu sem forseti þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitíska keppninauta hans hefur fram að þessu farið fram á bak við luktar dyr. Opinber hluti rannsóknarinnar hefst í dag þegar þeir William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja, bera vitni á opnum fundi þriggja nefnda sem stýra henni. Upphaf rannsóknar þingsins má rekja til þess að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí. Í kvörtuninni kom fram að Trump hefði möguleg misnotað vald sitt með því að þrýsta á Zelenskíj um pólitískan greiða og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það með því að koma eftirriti símtalsins fyrir í tölvukerfi sem ætlað er fyrir háleynilegar upplýsingar. Fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna Trump-stjórnarinnar hefur staðfest meginefni kvörtunar uppljóstrarans í framburði fyrir þingnefndunum undanfarnar vikur. Nokkrir þeirra munu nú bera vitni aftur fyrir opnum tjöldum næstu daga. Vitnin hafa lýst því að Trump og bandamenn hans hafi gert rannsóknir á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótherja Trump í kosningum næsta árs, og á stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016, að skilyrði fyrir um 400 milljóna dollara hernaðarðaðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir.Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu PBS frá framburði Taylor og Kent.Báru vitni um þrýsting og „lygaherferð“ Taylor tók við sem starfandi sendiherra í Úkraínu eftir að Trump kallaði skyndilega heim Marie Yovanovitch í maí. Vitni í rannsókninni hafa haldið því fram að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar að undirlagi Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump.Í upphaflegum vitnisburði fyrir luktum dyrum sagði Taylor að honum hafi verið ljóst að stjórnvöld í Úkraínu fengju ekki hernaðaraðstoð eða fund í Hvíta húsinu sem þau sóttust eftir nema þau féllust á rannsóknir sem Trump sóttist eftir á pólitískum andstæðingum sínum. Kent átti að hafa umsjón með stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Honum var hins vegar ýtt til hliðar þegar Trump fól Giuliani, Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa vegna átakanna í Austur-Úkraínu, að reka nokkurs konar skuggautanríkisstefnu í Úkraínu. Fyrir þingnefndundunum bar Kent vitni um að Trump vildi að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar og að hann notaði sérstaklega orðin „Biden“ og „Clinton“. Þetta hefði Kent heyrt frá embættismönnum sem hefðu rætt við forsetann. Hélt Kent því jafnframt fram að „spilltir“ Úkraínumenn hefðu fengið Giuliani til að grafa undan Yovanovitch sendiherra með „lygaherferð“. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira
Tveir embættismenn bandarísku utanríkisþjónustunnar verða þeir fyrstu sem bera vitni opinberlega í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Donalds Trump forseta í dag. Hægt verður að fylgja með vitnisburði þeirra í beinni útsendingu á Vísi frá klukkan 15:00. Rannsóknin á því hvort að Trump hafi misbeitt valdi sínu sem forseti þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitíska keppninauta hans hefur fram að þessu farið fram á bak við luktar dyr. Opinber hluti rannsóknarinnar hefst í dag þegar þeir William Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Kænugarði, og George Kent, aðstoðarvarautanríkisráðherra í málefnum Evrópu og Evrasíuríkja, bera vitni á opnum fundi þriggja nefnda sem stýra henni. Upphaf rannsóknar þingsins má rekja til þess að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, í júlí. Í kvörtuninni kom fram að Trump hefði möguleg misnotað vald sitt með því að þrýsta á Zelenskíj um pólitískan greiða og að Hvíta húsið hefði reynt að hylma yfir það með því að koma eftirriti símtalsins fyrir í tölvukerfi sem ætlað er fyrir háleynilegar upplýsingar. Fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna Trump-stjórnarinnar hefur staðfest meginefni kvörtunar uppljóstrarans í framburði fyrir þingnefndunum undanfarnar vikur. Nokkrir þeirra munu nú bera vitni aftur fyrir opnum tjöldum næstu daga. Vitnin hafa lýst því að Trump og bandamenn hans hafi gert rannsóknir á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótherja Trump í kosningum næsta árs, og á stoðlausri samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016, að skilyrði fyrir um 400 milljóna dollara hernaðarðaðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir.Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu PBS frá framburði Taylor og Kent.Báru vitni um þrýsting og „lygaherferð“ Taylor tók við sem starfandi sendiherra í Úkraínu eftir að Trump kallaði skyndilega heim Marie Yovanovitch í maí. Vitni í rannsókninni hafa haldið því fram að Yovanovitch hafi verið fórnarlamb ófrægingarherferðar að undirlagi Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns Trump.Í upphaflegum vitnisburði fyrir luktum dyrum sagði Taylor að honum hafi verið ljóst að stjórnvöld í Úkraínu fengju ekki hernaðaraðstoð eða fund í Hvíta húsinu sem þau sóttust eftir nema þau féllust á rannsóknir sem Trump sóttist eftir á pólitískum andstæðingum sínum. Kent átti að hafa umsjón með stefnu Bandaríkjastjórnar gagnvart Úkraínu. Honum var hins vegar ýtt til hliðar þegar Trump fól Giuliani, Gordon Sondland, sendiherra gagnvart Evrópusambandinu, og Kurt Volker, þáverandi sendifulltrúa vegna átakanna í Austur-Úkraínu, að reka nokkurs konar skuggautanríkisstefnu í Úkraínu. Fyrir þingnefndundunum bar Kent vitni um að Trump vildi að Zelenskíj tilkynnti opinberlega um rannsóknirnar og að hann notaði sérstaklega orðin „Biden“ og „Clinton“. Þetta hefði Kent heyrt frá embættismönnum sem hefðu rætt við forsetann. Hélt Kent því jafnframt fram að „spilltir“ Úkraínumenn hefðu fengið Giuliani til að grafa undan Yovanovitch sendiherra með „lygaherferð“.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30 Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15 Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48 Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15 Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47 Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Mikið slegist í miðbænum Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Sjá meira
Taldi Úkraínu ekki fá aðstoð nema að fallist yrði á kröfur Trump Að minnsta kosti þrír embættismenn ríkisstjórnar Trump forseta hafa nú borið vitni um að hernaðaraðstoð við Úkraínu hafi verið skilyrt við rannsóknir sem Trump krafðist frá stjórnvöldum í Kænugarði. 7. nóvember 2019 09:30
Sendu Úkraínustjórn hvað hún átti að segja um rannsóknir sem Trump vildi Vitnisburðir tveggja sendifulltrúa Trump forseta í Úkraínu voru gerðir opinberir í gær. Annar þeirra breytti fyrri framburði verulega og segir nú að Trump hafi notað hernaðaraðstoð sem skiptimynt í samskiptunum við Austur-Evrópulandið. 6. nóvember 2019 12:15
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Sagði þingnefnd að Trump hefði gert „kaup kaups“ við Úkraínu Framburður sendiherra Bandaríkjanna gagnvart ESB virðist grafa undan málsvörn Trump forseta um samskipti hans við úkraínsk stjórnvöld. 27. október 2019 17:48
Trump skipaði Perry að vinna með Giuliani í Úkraínu Í viðtali skýrir orkumálaráðherra Bandaríkjanna frekar hversu mikil áhrif persónulegur lögmaður Trump forseta hafði á stefnu ríkisstjórnarinnar gagnvart Úkraínu. 17. október 2019 11:15
Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum. 22. október 2019 20:47