Körfubolti

Davis öflugur þegar Lakers komst aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Davis átti góðan leik gegn Phoenix.
Davis átti góðan leik gegn Phoenix. vísir/getty
Los Angeles Lakers komst aftur á sigurbraut þegar liðið vann Phoenix Suns á útivelli, 115-123, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers er á toppnum í Vesturdeildinni með átta sigra og tvö töp.

Anthony Davis skoraði 24 stig og tók tólf fráköst fyrir Lakers. Kyle Kuzma skoraði 23 stig og LeBron James var með 19 stig og ellefu stoðsendingar.



Sjö aðrir leikir fóru fram í NBA í nótt.

Joel Embiid tryggði Philadelphia 76ers nauman sigur á Cleveland Cavaliers, 98-97. Hann skoraði sigurkörfuna þegar 13 sekúndur voru eftir. Cleveland skoraði ekki síðustu þrjár og hálfa mínútu leiksins.

Embiid skoraði 27 stig og tók 16 fráköst í liði Philadelphia sem er í 4. sæti Austurdeildarinnar.



Utah Jazz vann sinn fjórða sigur í röð þegar liðið lagði Brooklyn Nets að velli, 119-114.

Donovan Mitchell skoraði 30 stig fyrir Utah sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Mike Conley og Rudy Gobert skoruðu 18 stig hvor. Sá síðarnefndi tók einnig 15 fráköst. Kyrie Irving skoraði 27 stig fyrir Brooklyn.



Miami Heat er áfram ósigrað á heimavelli en liðið vann Detroit Pistons, 117-108, í nótt.

Kendrick Nunn og Jimmy Butler skoruðu 20 stig hvor fyrir Miami. Butler gaf einnig 13 stoðsendingar. Miami er í 2. sætinu vestanmegin.



Úrslitin í nótt:

Phoenix 115-123 LA Lakers

Philadelphia 98-97 Cleveland

Utah 119-114 Brooklyn

Miami 117-108 Detroit

Indiana 111-85 Oklahoma

Chicago 120-102 NY Knicks

Denver 121-125 Atlanta

Sacramento 107-99 Portland

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×